Nýir og nýlegir staðir:
Des ’24 (* = skráðir á vefinn)
Nokkrir nýir staðir hafa opnað á árinu og í fyrra. Fyrst má nefna að nýr og flottur ítalskur staður opnaði í byrjun desember Ristorante Piccolo á Laugavegi 11 þar sem Ítalía var áður. Svo má nefna Skreið Laugavegi 4, en þar svífur yfir vötnum eða pönnum spænskur andi og baskneskur matur er í aðahlutverki. Verð er skaplegt og opið er miðvikudags til laugardagskvölds. Fyrr á árinu opnaði Indo-Italian í Listhúsinu við Engjaveg þar ræður bæði indverks og ítölsk matargerð ríkjum. Verð er að auki heldur lægra en gengur og gerist í miðbænum. Annar nýr í viðbót við fjölbreytta flóru borgarinnar er staðurinn OTO á Hverfisgötu þar sem áður var Yuzu, þar er áhersla á japanska og ítalska matreiðslu. Verðlauna matreiðslumaðurinn Sigurður Laufdal, sem hefur mikla reynslu frá stöðum innanlands og erlendis, er eigandi og yfirkokkur. Þá opnaði í fyrra Dass Reykjavík* sem er í rúmgóðu húsnæði á tveimur hæðum á Veghúsastíg. Úti á Seltjarnarnesi opnaði veitingastaðurinn Ráðagerði*í sögufrægu húsi. Boðið er uppá fjölbreyttan matseðill sem dregur innblástur frá einfaldleika ítalskrar matargerðar, hægt er að panta pizzur þar til að taka með.
Staðir sem hafa opnað síðastu 2 ár eða rúmlega það …
Veitingastaðurinn Brut, Pósthússtræti, þar er áhersla á evrópska matreiðslu með smá tvisti og sjávarréttum er gert mjög hátt undir höfði. Opið er bæði í hádeginu og kvöldin. Sama þrenningin og stendur á bakvið vínstúkuna Tíu sopa rekur staðinn. Tres Locos* er í Hafnarstræti og opnaði 2022 staðurinn er meðal annars í eigu Nuno og Bento sem eiga fjölda staða í miðbænum. Höfum heimsótt staðinn tvisvar annað skiptið var ekkert sérstakt einkum þjónustan en hitt skiptið ágætt. Þá kom nýr ítalskur staður á Hverfisgötuna, Grazie Trattoria, þar sem pizzur og ítölsk matseld er í öndvegi og opið er bæði hádegi og kvöld. Vorið ’22 opnaði pizzastaðurinn Olifa – La Madre Pizza á Suðurlandsbraut þar sem áður var Eldsmiðjan. Það hefur því mikið bæst í ítölsku flóruna frá 2022-24.
Staðir hættir m.a.:
Jói Fel lokaði í júní 2024 Felina á Engjavegi, einnig lokaði Eldsmiðjan á Suðurlandsbraut sem var síðasta útibú þess staðar lokað, en þar kom ofangreind OLIFA – La Madre Pizza í staðinn. Þá lokaði Ítalía á Frakkastíg, sem var áður á Laugavegi, eftir mikinn slag við stéttarfélög.
Á Facebook síðu okkar skrifum við um heimsóknir á staði og myndir. Meðal annars þá sem eru merktir með *, auk fleiri staða.