Vefsíðurnar Veitingastadir.is og Restaurants.is fóru í loftið í ágúst 2006 og eru því rúmlega 14 ára, eins og unglingur. Þær innihaldar upplýsingar um flesta helstu og betri veitingastaði á Íslandi og gera notendum kleift að leita á þægilegan hátt í þessum lista af veitingastöðum. Á Facebook skrifum við um veitingastaði en tengjum það einnig gistingu úti á landi og ferðalögum – afþreyingu. Stundum birtum við að auki myndbönd.
Vefsíðan er rekin af NETIÐ ráðgjöf, ehf. kt. 611299-4789, fyrirtæki sem meðal annars vinnur ýmiss ráðgjafarverkefni. Einkum á sviði; rekstrarmála, markaðsmála, markþjálfunar, kennslu, eftirlits auk þjónusturáðgjafar og stefnumótunnar. Þá tökum við að okkur gæðaúttektir á hótelum, veitingastöðum og fleira. Það gerum við bæði innanlands og erlendis.
Við lentum í því óhappi að rússneskir tölvuþrjótar hökkuðu síðu Netsins og því liggur hún niðri og væntanlega fram í byrjun árs 2021 :(.
Við gáfum einnig út Visitor’s Guide ferðabækurnar í 17 ár eða til ársins 2016 – auk (þegar íslenski hlutinn var seldur til Vegahandbókarinnar) samnefndrar vefsíðu, starfsrækslu upplýsingamappa á sex tungumálum á hótelum og gisitheimilum og fleira.
Við eigum Visitorsguide vörumerkið erlendis og á árinu 2020 gáfum við út samnefnda bók á Bali. Hægt er að fylgjast með ferðasögum erlendis á Facebook undir VisitorsguideTravel. Íslenska vefsíða Visitorsguide er www.Visitorsguide.is, eldri síða frá okkur í Danmörku er www.Visitorsguide.dk – þar er meðal annars að finna frábæran gátlista vegna ferðalaga erlendis.
Facebook vinir okkar á Veitingastadir.is síðunni eru um 17 þúsund, það væri vel þegið ef þú biðir vinum þínum að vera vinir okkar :).
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, stofnandi og aðaleigandi er Hákon Þór Sindrason, viðskiptafræðingur / rekstrarhagfræðingur, ráðgjafi, kennari (markaðsfræði, fjármál o.fl.), vinnumaður í sveit til fjölda ára, verkefnastjóri hjá Icelandair á síðustu öld, verkstjóri hjá borginni, málari og merkjasölumaður svo fátt eitt sé nefnt.
Aðrir eigendur eru m.a. Hermann Baldursson, hagfræðingur / MBA, excel maður dauðans eins og við köllum hann stundum 🙂 og þriggja barna faðir úr Garðabænum, Hákon og Hemmi kynntust í gæðastjórnunarkúrs í HÍ. Líka Grétar Már Ólafsson, lögfræðingur og fyrrum einn besti starfsmaður Hákonar sem verkstjóri í unglingavinnunni. Réttlætiskenndin kom snemma í ljós hjá honum.
Starfsmenn eru um þessar mundir bara í hlutastarfi þar má helst nefna, Daníel Agnarsson, B.Sc. tölvunarfræði og 1/2 Húsvíking og fyrrum frjálsíþróttamann með sérhæfingu í 60 metra hlaupi.
Sigurð Pétur Markússon, B.Sc. viðskiptafræði, sem er byrjaður líka að taka fög á mastersviði. Siggi er 1/4 Þjóðverji og hefur ferðast til 40 landa. Okkur vantar reyndar dömu í teymið sem stendur til bóta loks þessa árs eða snemma 2021, einhverja skarpa í masternámi.