Um NETIÐ og Veitingastadir.is 

Um Vefsíðuna og NETIÐ ráðgjöf
Vefsíðurnar Veitingastadir.is og Restaurants.is fóru í loftið í ágúst 2006 og eru því 18 ára. Þær innihaldar upplýsingar um flesta helstu og betri veitingastaði á Íslandi og gera notendum kleift að leita á þægilegan hátt í þessum lista af veitingastöðum. Á Facebook skrifum við um veitingastaði en tengjum það einnig gistingu úti á landi og ferðalögum – afþreyingu. Stundum birtum við að auki myndbönd.  

Um NETIР 

(Ath. hugsanlega komst þú inn á síðuna í gegnum www.netid.is sem vísar hingað, þar sem við lentum í því óhappi að rússneskir tölvuþrjótar hökkuðu síðu Netsins og því liggur hún niðri þar til ný verðum sett upp fljótlega ).

Veitingastadir.is er rekið af NETIÐ ráðgjöf ehf., kt. 611299-4789, fyrirtæki sem meðal annars vinnur ýmiss ráðgjafarverkefni.
Einkum á sviði;
Rekstrarmála, markaðsmála, markþjálfunar, kennslu, eftirlits auk þjónusturáðgjafar og stefnumótunnar – og skrifum um veitingastaði og neytendamál.

Þá tökum við að okkur gæðaúttektir á hótelum, veitingastöðum og fleira. Það gerum við bæði innanlands og erlendis. Við höfum gert stórar rannsóknir að auki á erlendum ferðamönnum og fleiru.

Lögfræðileg verkefni
Verkefni einkum á sviði viðskipta- og samkeppnisréttar. Unnið undir heitir NETIÐ – Legal. Við höfum meðal annars útbúið greinargerðir fyrir viðskiptavini fyrir Samkeppniseftirlitið og Neytendastofu.

Visitorsguide
Við gáfum út Visitor’s Guide ferðabækurnar í 17 ár eða til ársins 2016 – (þegar íslenski hlutinn var seldur til Vegahandbókarinnar) auk samnefnda vefsíðu, starfsrækslu upplýsingamappa á sex tungumálum á hótelum og gistiheimilum og fleira. 

Við eigum Visitorsguide vörumerkið erlendis og á árinu 2020 gáfum við út samnefnda bók á Bali.  Hægt er að fylgjast með ferðasögum erlendis á Facebook undir VisitorsguideTravel. Íslenska vefsíða Visitorsguide er www.Visitorsguide.is, eldri síða frá okkur í Danmörku er www.Visitorsguide.dk  – þar er meðal annars að finna frábæran gátlista vegna ferðalaga erlendis o.fl.

Þér býðst á www.Visitorsguidetravel.com að nálgast frítt bókina sem við gerðum á Bali, sú verður hugsanlega endurbætt og útgefin 2023 einkum til sölu á vefnum.

Facebook vinir okkar á Veitingastadir.is síðunni eru yfir 17 þúsund, það væri vel þegið ef þú bendir vinum þínum að vera vinir okkar :).  Einnig yfir 4 þúsund alls í viðbót á Facebook og Instagram VisitorsguideTravel. Þannig eru Samfélagsmiðlavinir okkar í allt hátt í 22 þúsund. 

Starfsmenn, eigendur o.fl.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, stofnandi og aðaleigandi er Hákon Þór Sindrason, viðskiptafræðingur / rekstrarhagfræðingur, ráðgjafi, kennari (markaðsfræði, fjármál o.fl.), fyrrum verkefnastjóri hjá Icelandair og Ferðamálaráði, verkstjóri hjá borginni, málari og merkjasölumaður svo fátt eitt sé nefnt :).

Aðrir eigendur eru m.a. Hermann Baldursson, hagfræðingur / MBA, þriggja barna faðir úr Garðabænum, Hákon og Hemmi kynntust í gæðastjórnunarkúrs í HÍ. 
Grétar Már Ólafsson, lögfræðingur og MBA.

Aðrir aðilar í hlutastarfi eða stöku verkefnum þar má helst nefna, Daníel Agnarsson, B.Sc. tölvunarfræði og fyrrum frjálsíþróttamann. 
Sigurð Pétur Markússon, Ms.Sc. viðskiptafræði, sinnir stöku verkefnum. Siggi hefur ferðast til 40 landa. 

Að auki eru nokkrir í ákveðnum nærteymi sem aðstoða framkvæmdastjóra við skrif um veitingastaði og slíkt.  Við höfum íhuga að bæta dömu í teymið 2023 til að aðstoða við vefmál og fleira t.d. einhverja skarpa í masternámi.

Facebook page link

NETIÐ markaðs- & rekstraráðgjöf

Facebook Comments