Fréttir, tilboð og umsagnir

Fréttir af veitingastöðum á síðunni, m.a. útrás

Fréttir af veitingastöðum á síðunni, m.a. útrás

Icelandic Fish and Chips á Tryggvagötu, sem hafa verið skráð á síðuna okkar í nokkur ár, munu opna samnefndan veitingastað í New York núna í lok júní, sem verður í verður í West Village hverfinu, 28 7th Avenue South.  Við óskum þeim til hamingju og gaman að sjá annað en hamborgarstaði og slíkt opna erlendis.  Caruso veitingastaðurinn hlýlegi í Austurstræti hefur tekið í gagnið nýjan matseðil bæði fyrir hádegi og kvöld. Ýmsar spennandi nýjungar svo sem tígrisrækjur,  sjávarréttarisotto og ofnsteiktir portobello sveppir.  Veislusalirnir á veitingastaðum Lækjarbrekku hafa verið teknir í gegn og Kornhlaðan stækkuð og Litla Brekka hinn stóri salurinn líka fengið andlitslyftingu og salirnir eru núna hinir glæsilegustu.

Heimsókn á Austurland

Heimsókn á Austurland

Austurland og austfirðir ná yfir stórt svæði með fögrum fjörðum og tignarlegum fjöllum. Þar skoðuðum við nokkra staði og skráðum meðal annars Café Nielsen á Egilsstöðum í elsta húsi bæjarins þar sem boðið er uppá fjölbreyttann matseðil einkum sjávarrétti, þar sem við prófuðum ljómandi saltfisk eftir meðmæli ungrar og vinalegrar þjónustustúlku. Í bænum eru nokkrir veitingastaðir, fyrir er meðal annars skráður flottur staður Gistihúsið – Lake hótel Egilssstaðir.  Á Eskifirði er flottur staður við sjóinn Randfulff sjóhús sem er gömul síldargeymsla og verbúð. Á Neskaupsstað skráðum við inn hótel Capitano sem er einn af þremur veitingastöðum í bænum. Þar er boðið uppá pizzur, heimilismat í hádeginu og ala carte seðil. Það er bæði hestaleiga í nágrenni bæjarins og einnig í boði sigling frá bænum.  Í Facebook færslu hjá okkur er nánari lýsing frá þessum stöðum og fleirum og myndir.

Nýir veitingastaðir í Reykjavík og Akureyri og fréttir af stöðum

Nýir veitingastaðir í Reykjavík og Akureyri og fréttir af stöðum

Reykjavík
Í lok maí opnuðu tveir veitingastaðir á hótelum á Laugavegi annars vegar í fyrrum húsakynnum Sandholtsbakarís og hinsvegar  á jarðhæð ION hótelsins að Laugavegi 20, veitingastaðurinn Sumac. Sá staður er í norður afrískum anda og þar eru landsliðskokkar í forsvari. Marshallveitingastaður opnaði í vor í samnefndu húsi að Grandavegi 20 úti á Granda. Áherslan er sótt til Miðjarðahafsins í matreiðslunni hjá meistaranum og eigandanum Leifi Kolbeinssyni. Nýr veitingstaður  Matstöðin hefur opnað í Vesturbæ Kópavogs á Kársnesbrautinni þar sem áður var „Sigga sjoppa“ og selur meðal annars heimilismat á góðu verði í litlum en hlýlegum húsakynnum.  Skyndibitastaðurinn Subu opnaði í byrjun apríl við Katrínartún 2 á Höfðatorgi – turninum og býður upp á svokallaða blöndu af sushi og burritos og er fyrsti slíki staðurinn á Íslandi.  Fljótt og Gott á BSÍ í Vatnsmýrinni hefur breytt nafn staðarins í Mýrin Mathús.  Í lok síðasta árs opn­aði veit­inga­húsið Matwerk á Lauga­vegi 96, sem hefur fengið góðar viðtökur.

Akureyri – nokkrir nýir staðir
Salatsjoppan er nýr skyndibitastaður við Tryggvabraut 22 á Akureyri.  Þar er salat í aðalhlutverki eins og nafnið bendir til og í boði er mikið úrval af salötum með kjúklingi, beikoni, túnfiski o.fl.  Þá hefur nýr sushistaður opnað sem heitir Sushi corner á Kaupvangsstræti 1, við hliðina á Subway.  Lemon opnaði 20. maí á Glerárgötu 32, fyrir er staðurinn á nokkrum stöðum í Reykjavík. Á facebook síðu okkar sérðu myndir frá nokkrum þessara staða og  myndband og umsögn vegna góðrar heimsóknar á Sushi Corner, einnig segjum við frá ágætri þjónustu á nokkrum stöðum í bænum. Þá er þar að finna myndband frá veitingastaða heimsókn á Hvalbak, Húsavík.