Jólahlaðborð og Jólamatseðlar

JÓLAMATSEÐLAR    JÓLAHLAÐBORР     JÓLADISKAR
JÓLABRUNCH  –   HÁDEGI OG KVÖLD
REYKJAVÍK OG ÚTI Á LANDI
Jól 2019

Yfirlit yfir fjölda góðra staða bæði í hádegi og að kvöldi og verð: Jólamatseðlar, jólahlaðborð og jólaseðlar.
Hvaða staðir eru skráðir hér:
Flestir neðangreindir eru skráðir í þjónustuleiðir á vefsíðuna okkar. Við fullyrðum að þetta séu flestir af bestu stöðum bæjarins, enda er ekki hver sem er skráður hjá okkur = Gæðastjórnun.
LEIÐBEININGAR: Ef smellt er á nafn veitingastaðar kemur listuns hans upp á okkar síðu. Þeir sem eru með logo eru staðir sem skráðir eru í stærri þjónustuleið hjá okkur. Við erum að setja inn líka hjá þeim stöðum sem eru með slíka tengingu að þú getir BÓKAÐ BORÐ hjá þeim.
 Við mælum með að þú skoðir þessa síður frekar í tölvu en snjallsíma, þar sem allt birtist skýrar þannig eða nota þá a.m.k. “landscape”.  Þú mátt gjarnan deila henni og /eða bjóða vinum þínum að vera vinir okkar.
Ábyrgðarmaður síðu og aðalskrifari: Hákon Þ. Sindrason framkv.stjóri NETIÐ ráðgjöf – Veitingastadir.is.
Athugasemdir og ábendingar sendist á veitingastadir@veitingastadir.is
VEITINGASTAÐUR / RESTAURANT:
VERÐ á mann / Price per person Fim-lau
Virka daga ef tilboð / Weekdays offer – Sun-mið
Verð í hádegi / Lunch hour offer Upplýsingar athugasemdir / Information
(Smelltu á textann til að fá nánari upplýsingar)
Apotek-restaurant

-BÓKA BORÐ
10.900 kr. 5.900 kr. Apotek Kitchen & Bar býður frá 14. nóv. til 23. desember, upp á 7 rétta lúxus jólaveislu að kvöldi til ásamt fordrykk, en 5 rétta veislu í hádeginu.
Bryggjan Brugghús
-BÓKA BORÐ
7.990 – 9.990 kr. 2.990 kr. Í boði frá 21. nóv til 23. des., annars vegar Jólaseðill með 4 forréttum, og aðal- og eftirrétti (7.990). Einnig jólahlaðborð í Bruggsalnum fyrir einstaklinga og hópa (9.990).  Forréttaplatti er í boði í hádeginu.
Fiskfélagið

-BÓKA BORÐ
11.400 kr. 5.500 kr. 7 rétta “Sleðaferðalag” glæsilegur matseðill með áherslu á íslensk jól frá 14. nóvember.  Einnig eru fleiri seðlar í boði.
3ja rétta hátíðarseðill í hádeginu.
Fjörukráin 8.900 kr. Jólahlaðborðið hefst 22. nóv. og er í boði til 15. des. um helgar, óbreytt verð á milli ára. Söngvarar ganga á milli borða og syngja jólalög. Leitið upplýsinga til að fá tilboð fyrir hópa.
Forréttabarinn

-BÓKA BORÐ
6.950 kr. Í boði öll kvöld frá miðjum nóvember til 23. desember 3ja rétta jólaveisla.  Nýr jólabjór frá bruggsmiðjunni Kalda. 
Forréttaplatti í boði á kr. 2,750.
Geysir Bistro
BÓKA BORÐ
5.900 kr. Frá 15. nóv til 1. janúar. Fjórir smáréttir og einn eftirréttur. 
Humarhúsið

-BÓKA BORÐ
8.900 kr. Fjögurra rétta seðill í boði frá miðjum nóv. til jóla.
Jólaplatti með 5 réttum, humarsúpa, aðalréttur og eftirréttaplatti með 4 mismunandi réttum.
Iðnó – Café Iðnó 8.500 kr. Í boði frá byrjun des. til 4. janúar öll kvöld. Þriggja rétta jólaseðill á kr. 8.500 á mann. Einnig jólahlaðborð fyrir hópa á kr. 9.400 á mann, miðað við lágmark 25 manns.
Jörgensen

-BÓKA BORÐ
8.900 kr. Flottur jólahópa seðill í boði fyrir 30 manns frá 28. nóv til 30. des.  Jólahlaðborð á 24. og 25. des (kr. 13.900).
Jóladjass alla fimmtudaga í des.
Kaffi Laugalækur

-BÓKA BORÐ
5.400 kr.- 3990 kr.- Jólamatseðill Kaffi Laugalækjar er í boði 8. nóv til jóla frá hádegi til kvölds. Einnig jólabröns með smurbrauðum föstudag til sunnudags kl. 11-15 og um kvöld föstudag til sunnudags purusteik og hnetusteik. Jóladjass alla fimmtudaga í des.
Krydd veitingahús Hafnarfirði
-BÓKA BORÐ
9.990 kr. 3.990 kr. 12 rétta seðill frá 15. nóv. til 22.des. sex forréttir, val um aðalrétt nautalund eða saltfisk og fimm eftirréttir. Jólabrunch í hádeginu um helgar laugardaga og sunnudaga kr. 3.990 kr. Söngkonan Guðrún Árný, syngur og leikur á píanó yfir borðhaldi.
                        
Kol Restaurant
-BÓKA BORÐ
10.990 kr. 8.990 kr. 3.990 kr. Glæsilegur fjögurra rétta seðill sem er í boði frá 21. nóvember til 23. desember. Flottur 3ja rétta seðill í hádeginu frá 25. nóvember alla virka daga til jóla.
 
Lækjarbrekka

-BÓKA BORÐ
8.900 kr. 4.900 kr. Boðið verður uppá 4ra rétta jólaseðil frá miðjum nóv til jóla.  Í hádeginu er í boði 3ja rétta seðill á kr. 4.900.  Jólaseðill er í boði fyrir stærri í hópa í veislusölum. Tónleikar eru á föstudags- og laugardagskvöldum í des. í salnum Kornhlöðuloftinu.
Sérkjör í boði á tónleika og jólaseðil. 
La Primavera 9.900 kr. 9 rétta seðill í boði frá 14. nóv til 19. des. Skiptist í 4 blandaða forrétti, val um aðalrétt og 4 flotta eftirrétti. Staðurinn sem er úti á Granda tekur allt að 100 manns í sæti.
Matarkjallarinn

-BÓKA BORÐ
9.700 kr. & 10.900 kr. Í boði frá 14. nóv. til 23. desember. Val um upplifðu jólin, 4ra rétta seðil eða jólaleyndarmál kokksins 6 rétta seðil. Sá er eingöngu í boði fyrir allt borðið.
Nauthóll Bistro

-BÓKA BORÐ
9.900 kr. 7.900 kr. 5.700 kr. Jólaseðill frá miðjum nóv. í hádegi, að kvöldi auk bröns frá 26. nóv. Val um rétti á 3ja rétta seðli í hádegi en 4 rétta að kvöldi. Jólabröns um helgar (kr. 4.200). Vegan seðill að kvöldi til.
Restaurant Reykjavík
BÓKA BORÐ
10.900 kr. 8.900 kr. 4.490 kr. Jólahlaðborð fimmtudaga til laugardaga frá 15. nóv. til 25. des.  Skemmtun í boði fös. og laugardaga til jóla. Valdimar Guðmundsson skemmtir gestum.  Sjávarréttahlaðborð í boði aðra daga.  Verð á jólahlaðborði er kr. 13.900,  24. og 25. des.  Jólabrunch hlaðborð er í boði laugardaga og sunnudaga frá 23.nóv. til 22.des. frá kl. 11:00 – 14:00 – kr. 4.490.
Sjávargrillið 

-BÓKA BORÐ
9.700 kr. 5.900 kr. Byrjar um miðjan nóv. – 4ra rétta jóla sælkera veisla – eða jóla grillpartý á kr. 10.900.
3ja rétta jóla matseðill í hádeginu.  Skötuhlaðborð á Þorláksmessu á milli 11:30 og 16:00. 
 
SKÝ veitingastaður

-BÓKA BORÐ
6.500 kr. Þriggja rétta aðventuseðill í boði 28. nóv til 30 des.  Einnig í boði sem grænmetisseðill (kr. 5.500).
3ja rétta jólamatseðill í boði 24. og 25.des. (kr. 12.500).
Sushi social

-BÓKA BORÐ
8.990 kr. Frá 20. nóvember, átta rétta seðill, sex girnilegir réttir og tveir eftirréttir á þessum deluxe jólamatseðli.
Sæta Svínið

-BÓKA BORÐ
7.990 kr. Frá 20. nóvember, 8 réttir, 6 jólalegir réttir og 2 eftirréttir. Einnig í boði fyrir hópa, átta manns eða fleiri í kjallara. Þá 8 eða 9 rétta seðill (7,990 – 8.990 kr.).
Tapas Barinn

-BÓKA BORÐ
8.990 kr. Frá 20. nóv. Níu rétta seðill, freyðivín í fordrykk.  7 jóla tapas réttir og 2 gómsætir eftirréttir.
  Humarhúsið áður Torfan.  Sjá upplýsingar að ofan undir Humarhúsið.
Von Mathús
6.990 kr. Þriggja rétta jólaveisla frá 7. nóv til 21. des, einnig hægt að fá sem vegan. Bragðgóðir réttir með skemmtilegu jólaívafi, sem henta bæði einstaklingum og minni hópum. Smáréttir líka í boði.

STAÐIR ÚTI Á LANDI

SUÐURLAND 
Hótel Örk
9.900 kr. Jólahlaðborðið hefst 23. nóv., og er föstudaga og laugardaga til og með 14. desember. Ingvar Jónsson tekur á móti gestum með ljúfum tónum og skemmtidagskrá yfir borðhaldi. DjAtli Viðar tekur við af Ingvari þegar að borðhaldi lýkur og spilar vel valdar tónlistarperlur samtímans fram á nótt.  Tilboð í gistingu m. morgunmat og jólahlaðborð frá kr. 19.155 á mann. Hópatilboð í gistingu og jólahlaðborð.
-Netið / Veitingastadir.is hefur gist á Örkinni nokkrum sinnum og líkað vel. Nýlega var tekin í gegn glæsileg ný álma með stórum og flottum herbergjum.
Rauða Húsið – Eyrabakka
8.950 kr. Haldið lau. 23 og 30. nóv. og sunnud. 1. des og lau 7. des. Fleiri dagsetningar í boði fyrir hópa. Lifandi tónlist og stemming fram eftir kvöldi. 
Tilboð: Jólahlaðborð og íbúðagisting á Bakka „hostel and apartments“, á 18.500 kr. á mann.
VESTURLAND
Fosshótel Stykkishólmur

Hraunsnef – sveitahótel

9.900 kr.

7.500 kr. –

Glæsilegt jólahlaðborð dagana 16., 23. og 30. nóvember og 7. des. Tilboð, gisting með morgunmat og jólahlaðborð á 15.500 kr. á mann í tveggja manna herbergi.

Þriggja rétta jólamatseðill, ásamt* kaffi/ te og smákökum á eftir, á kr. 7.500. Fjögurra rétta seðill* á kr. 8.500.  Margrétta seðill (ellefu flottir réttir*) á kr. 10.900.  Tilboð, gisting með morgunmat og jólasmatseðill frá aðeins kr. 15.500 kr. á mann m.v. tveggja manna herbergi.

AKUREYRI & MÝVATN
Greifinn 9.490 kr. Jólahlaðborð fyrir hópinn á Greifanum í veislusal frá lok nóvember. Miðað er við minnst 30 manns á hlaðborðið.  Tilboð er fyrir hópa 50+ eða 8.990 kr. á mann. Einnig sent út til hópa 30+.
Múlaberg bistro & bar – KEA hótel

-BÓKA BORÐ
9.900 kr. 3.900 kr. Jólahlaðborð hefst laugardaginn 16. nóv. og er svo allar helgar til 14. des og fjölskyldujólahlaðborð sunnudaginn 1., 9. og 15. des. (kr. 5.900 f. fullorðna). Hádegisjólahlaðborð föstudagana 6.,13. og 20. desember. Tilboð í gistingu kr. 36,200 fyrir 2, ásamt jólahlaðborði og morgunverði.
Sel Hótel – Mývatn 7.900 kr. Fjölskyldujólahlaðborð laugardaga frá 7. og 14. des. og sunnudaginn 15. des. Lifandi tónlist yfir borðhaldi.
Einnig jólatilboð á gistingu aðeins kr. 12.000 kr. fyrir tveggja manna herbergi m. morgunmat og kr. 10.000 fyrir eins manns.