Jólamatseðlar og Jólahlaðborð

 

JÓLAMATSEÐLAR    JÓLAHLAÐBORР     JÓLADISKAR
JÓLABRUNCH  –   JÓLIN HEIM  HÁDEGI OG KVÖLD
REYKJAVÍK OG ÚTI Á LANDI
Jól 2020

Við erum árlega með leik á Facebook síðu okkar þar sem þú getur unnið nokkur gjafabréf á veitingastað.
– Frábært ef þú deilir síðunni og /eða bjóðir vinum þínum að vera vinir okkar, takk fyrir 🙂

Yfirlit yfir fjölda góðra staða bæði í hádegi og að kvöldi og verð: Jólamatseðlar, jólahlaðborð og jólaseðlar og líka jólaseðlar til að taka með heim – sem flestir staðir bjóða uppá.

Hvaða staðir eru skráðir hér:
Flestir neðangreindir eru skráðir í svokallaða Markaðspakka í viðskiptum við okkur.  Ef logo er frá staðnum er viðkomandi skráður í stærri Markaðspakka á Veitingastadir.is sem er ávísun á ákveðinn gæði og Gæðastjórnun.

Sjá líka MJÖG GÓÐ TILBOÐ á mörgum veitingastöðum þar með talið að taka með heim, sem efstu frétt á forsíðu vefjar okkar.  Þar eru meðal annars nokkrir staðir sem eru ekki með jólaseðla en mjög góð tilboð svo sem Steikhúsið og Caruso.  Einnig vert að minna á frábær tilboð í sushi taka með hjá bæði Sjávargrillinu og Fiskfélaginu.

LEIÐBEININGAR:

Ef smellt er á nafn veitingastaðar kemur listuns hans upp á okkar síðu.  Við höfum sett inn líka hjá þeim stöðum sem eru með slíka tengingu að þú getir BÓKAÐ BORÐ hjá þeim.

Við mælum með að þú skoðir þessa síður frekar í tölvu en snjallsíma, þar sem allt birtist skýrar þannig eða nota þá að minnsta kosti “landscape”.  

Ábyrgðarmaður síðu og aðalskrifari: Hákon Þ. Sindrason framkv.stjóri/ ráðgjafi, NETIÐ ráðgjöf – Veitingastadir.is. Aðstoð: Daníel Agnarsson, B.Sc. Tölvunarfræði.
Athugasemdir og ábendingar sendist á veitingastadir@veitingastadir.is

VEITINGASTAÐUR / RESTAURANT:
VERÐ á mann / Price per person Fim-lau
Virka daga ef tilboð / Weekdays offer – Sun-mið
Verð í hádegi / Lunch hour offer Upplýsingar athugasemdir / Information
(Smelltu á textann til að fá nánari upplýsingar)
Apotek-restaurant

-BÓKA BORÐ
9.900 kr. 5.900 kr. Apotek Kitchen & Bar býður frá 18. nóv. til 23. desember, upp á 7 rétta lúxus jólaveislu að kvöldi til ásamt fordrykk, en 3ja rétta veislu í hádeginu.
– Þú gengur að ákveðnum gæðum og klassa vísum, hjá Portúgölunum Nuno og Bento sem reka alls fimm veitingastaði í bænum ásamt meðeigendum.
                                     
Fiskfélagið

-BÓKA BORÐ
7.900 kr. 4.400 kr. – Fimm rétta sælkera jólaseðill kr. 5.900.  Sjö rétta “Sleðaferðalag” glæsilegur matseðill með áherslu á íslensk jól (kr. 9.900).  Seðlar byrja 12. nóvember.  Einnig eru fleiri seðlar í boði.  Líka Jólasushi platti 14 bitar (kr. 4.900).  Tveggja og Þriggja rétta hátíðarseðill í hádeginu (frá kr. 4.400). Líka jólaseðillin heim.
Forréttabarinn

-BÓKA BORÐ
6.950 kr. Í boði öll kvöld frá miðjum nóvember til 23. desember 3ja rétta jólaveisla.  Nýr jólabjór frá bruggsmiðjunni Kalda. 
Forréttaplatti í boði á kr. 2.950. 
– Sjá umfjöllun okkar á Facebook um staðinn í sept., staður sem býður uppá gott virði fyrir peninginn!.
Humarhúsið
-BÓKA BORÐJörgensen

-BÓKA BORÐ
8.900 kr.

 

4.950 kr. 6.500 kr.  

Flottur seðill, Jólaplatti með 3 réttum, Humar “capuccino”, nautalund og eftirréttur. 

 

Þriggja rétta seðill fyrir 2 á kr.  4,950 á mann (9.900 f. 2*). Fjögurra rétta seðill á 6.500 kr. fyrir hópa 10 manns eða fleiri. *sem take-away fyrir 2 kr. 7,900.
– Það er vítt til veggja á Jörgensen og hátt til lofts og allar Covid ráðstafanir til mikilla fyrirmynda bæði fyrir einstaklinga og hópa. Mjög góð hamingjustund (happy hour) líka.

Kaffi Laugalækur

-BÓKA BORÐ
5.400 kr. 3.990 kr. Þriggja rétta seðill, ásamt kaffi eða te á þessu góða verði. 
Jólamatseðill Kaffi Laugalækjar er í boði 5. nóv til jóla frá hádegi til kvölds. Einnig jólabröns með smurbrauðum föstudag til sunnudags kl. 11-15 og um kvöld föstudag til sunnudags purusteik og hnetusteik. 
–  Þú færð gott virði fyrir peninginn á þessum hverfis stað :).
Krydd veitingahús Hafnarfirði
-BÓKA BORÐ
9.990 kr. 3.990 kr. 11 rétta seðill frá 15. nóv. til 22.des. sex forréttir, val um aðalrétt nautalund eða saltfisk og fjórir eftirréttir. Jólabrunch í hádeginu um helgar laugardaga og sunnudaga kr. 3.990 kr.
   
Kol Restaurant

KA BORÐ
10.990 kr.   3.490 kr. Glæsilegur fjögurra rétta seðill sem er í boði frá 11. nóvember til 23. desember. Flottur 3ja rétta seðill í hádeginu frá 11. nóvember alla virka daga til jóla.  Jólabrunch föstudaga og laugardaga frá 14. nóvember til jóla kr. 4.490.
Matarkjallarinn

-BÓKA BORÐ
8.990 kr. & 9.990 kr. 4.990 kr. Í boði frá miðjum nóv. til 23. desember. Val um upplifðu jólin, 4ra rétta seðil eða jólaleyndarmál kokksins 6 rétta seðil. Sá er eingöngu í boði fyrir allt borðið.  Þriggja rétta seðill í hádeginu, þar sem kalkúnabringa er aðalrétturinn.
-Við höfum prófað hádegisseðilinn sem er góður og mjög vel úti látinn. Skemmtilegt hreindýra carpaccio í forrétt. Afgangur af mat fyrir tvo var fínn kvöldmatur fyrir einn, þar með talið annar eftirrétturinn þar sem við splittuðum hinum :).  
Nauthóll Bistro

-BÓKA BORÐ
9.900 kr. 7.900 kr. 5.900 kr. Jólaseðill frá 19. nóv. í hádegi, að kvöldi auk bröns frá 26. nóv. Val um rétti á 3ja rétta seðli í hádegi en 4 rétta að kvöldi. Jólabröns um helgar (kr. 4.900).  Allt í boði líka sem Vegan seðill!
Jólin heim: Nauthóll bíður upp á jólaveislupakka fyrir tvo eða fleiri allt tilbúið og leiðbeiningar um framsetningu. 
Restaurant Reykjavík
BÓKA BORÐ
11.400 kr. 9.400 kr. 4.890 kr. Jólaveisla fimmtudaga til laugardaga frá 27. nóv. til 25. des.  Skemmtun í boði fös. og laugardaga til jóla. Hin geðþekka og frábæra tónlistarkona Elísabet Ormslev mun ásamt Hróa sjá um að skemmta gestum með undirfögrum söng.  Jólabrunch hlaðborð er í boði laugardaga og sunnudaga frá 27.nóv. til 22.des. frá kl. 11:00 – 14:00 (kr. 4.890.).
– Við hjá Veit.is, prófuðum brunch hlaðborðið 2018 og það var svakalega gott, vel úti látið og gott hráefni. Með þeim bestu sem höfum prófað. Upplagt til dæmis fyrir stórfjölskyldur.
Sjávargrillið 

-BÓKA BORÐ
7.990 kr. 4.990 kr. Byrjar 18. nóvember – 4ra rétta jóla sælkera veisla –
3ja rétta jóla matseðill í hádeginu. Frábær tilboð á veislum hjá þeim líka svo sem veislan heim og haustveisla.
Sumac
-BÓKA BORÐ
 9.300 kr. Frá miðjum nóvember átta rétta afar girnilegur seðill á þessum flotta veitingastað á Laugavegi.
Sushi social

-BÓKA BORÐ
8.990 kr. Frá 18. nóvember, átta rétta seðill, sex girnilegir réttir og tveir eftirréttir á þessum deluxe jólamatseðli. Sushi social menn kunna að gera góða stemmingu :). 
Sæta Svínið

-BÓKA BORÐ
7.990 kr. Frá 11. nóvember, 8 réttir, 6 jólalegir réttir og 2 eftirréttir í boði frá kl. 17. Einnig í boði fyrir hópa, átta manns eða fleiri í kjallara. 
Tapas Barinn

-BÓKA BORÐ
8.990 kr.
 
Frá 18. nóv. Níu rétta seðill, freyðivín í fordrykk.  Sjö jóla tapas réttir og tveir gómsætir eftirréttir.  Jólaveisla pöntuð heim fyrir lágmark 8 manns kr. 4.890. 
Von Mathús 6.990 kr. Þriggja rétta hátíðarseðill, einnig hægt að fá sem vegan. Bragðgóðir réttir með skemmtilegu jólaívafi, sem henta bæði einstaklingum og minni hópum. Smáréttir  eru líka í boði og fleira.

STAÐIR ÚTI Á LANDI

SUÐURLAND 
Hótel Örk
9.900 kr. Jólaseðill í boði frá 27. nóv. á föstudögum og laugardögum til og með 12. desember. Tilboð í gistingu með morgunmat og jólahlaðborð frá aðeins kr. 17.990 á mann. Maturinn er borinn fram á borðið fyrir einstaklinga eða hópa allt að 10 manns.
-Netið / Veitingastadir.is hefur gist á Örkinni nokkrum sinnum og líkað einstaklega vel, bæði gisting og maturinn á Hver veitingastað sem er betri en gengur og gerist um veitingastaði í bænum. Nýlega var tekin í notkun glæsileg ný álma með stórum og flottum herbergjum.
Rauða Húsið – Eyrabakka
  Lokað eins og sakir standa vegna Covid og sama á við um systur fyrirtækið Hafið Bláa.
VESTURLAND
Fosshótel Stykkishólmur

 

Hraunsnef – sveitahótel

10.400 kr.

 

7.500 kr. –

Dönsk jólaveisla alla fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá 19. nóvember til og með 12. desember. 

 

Þriggja rétta jólamatseðill, ásamt kaffi/ te og smákökum á eftir, á kr. 7.500. Fjögurra rétta seðill á kr. 8.500.  Margrétta seðill (ellefu flottir réttir*) á kr. 10.900, sá er aðeins fyrir allt borðið.
Tilboð, gisting með morgunmat og jólamatseðill frá aðeins kr. 15.500 kr. á mann m.v. tveggja manna herbergi.

AKUREYRI & MÝVATN

Greifinn 7.900 kr. Jólaveisla í sal í veislusal í desember um helgar.  Fjögurra diska flottur jólaseðill, í boði fyrir allt borðið í veislusal. Sérsalir fyrir hópa 10 manns og fleiri ef Covid leyfir. 
Sel Hótel – Mývatn 9.900 kr. Fjölskyldu jólahlaðborð laugardaga frá 7. og 14. des. og sunnudaginn 15. des. Lifandi tónlist yfir borðhaldi.
Einnig jólatilboð á gistingu aðeins kr. 12.000 kr. fyrir tveggja manna herbergi með morgunmat og kr. 10.000 fyrir eins manns.
Facebook Comments