HAUST FRÉTTIR – TILBOÐ O.FL. VEITINGASTAÐIR, HÓTEL + JÓLASEÐLAR

Image

Haustið er tíminn núna og hér eru fréttir og réttir.  Þar er átt við rétti til að snæða en réttir til sveita lauk með stóðréttum fyrstu helgina í október í Víðidal V – Hún.  Sjá HÉR yfirlit um réttir ársins úr Bændablaðinu, sem voru talsvert yfir 200 talsins í ár – en ekki opnar fyrir almenning vegna Covid.

Covid – Heimsendingartilboð og Tilboð á stöðum og Jólin nálgast
Veitingamenn og viðskiptavinir okkar sbr. neðangreindir (uppfært 11. október og aftur 19. okt.) hafa gert miklar ráðstafanir vegna veirunnar með tilliti til þess að snætt sé á staðnum auk heimsendinga. Fjölmargir hafa sett inn upplýsingar um jólamatseðla hjá sér sjá árlegt yfirlit hér https://veitingastadir.is/jolahladbord/

Nær allir eru með sækja á staðinn og TAKE-AWAY TILBOÐ.  Stuttu eftir að byrjað var skrifum þessarar færslu fjölgaði því miður Covid tilfellum mikið og fjöldatakmörkun fór niður í 20 manns þann 6.október. Við hvetjum fólk til að styðja veitingamenn, starfsmenn á veitingastöðum etc. og fara á staði en gæta auðvitað varúðar – eða sækja mat eða fá heimsent (sjá fjölda tilboða hér að neðan).

Rétt er að geta þess að margir neðangreindir staðir svo sem Kol, Forréttabarinn og Nauthóll eru með 2 x 20 manna rými. Ef farið á staðina er líka upplagt að taka kvöldið snemma og mæta fyrir kl. 18, nú eða fara á staðinn og ná í mat eða fá heimsent. Í fyrstu viku í október bættum við, við upplýsingum varðandi tilboð í heimsendingum eða þegar sótt er á staðinn – rétt eins og við skrifuðum um síðasta vor.  Þetta uppfærum við eftir föngum eftir því sem að tími og efni gefst. Það væri afar vel þegið ef þú deilir þessari frétt okkar – sem finnst reyndar afar vel á leitarvélum, – hjá þér á Facebook veggnum þínum :), takk.

Matur og gisting
Á haustin eru enn betri tilboð á hótelum en að sumri til og víða góð fyrir mat og gistingu.  Þar má fyrst nefna viðskiptavin okkar til fjölda ára, Hótel Örk, Hveragerði.  Undirritaður hefur í gegnum tíðina  leyft sér þann munað að fara af og til útúr bænum til að skipta um umhverfi, slaka á, og skapa minningar og reyndar (kannski of ) oft vinna og skrifa um staði og ámóta.  Verð fyrir gistingu og mat eru oft mun lægri en fólk ímyndar sér og ég segi oft að það standist samanburð við flest vestræn ríki – sé ferðast utan háannar.  Samanburður íslenskra veitingamanna við þá erlendu varðandi gæði, eftir ferðalög mín til 60 landa segi ég líka tvímælalaust að sé i heildina okkar mönnum í hag.

Áberandi er í ár með tilboð á veitingastöðum að algengast er að í boði sé nautakjöt og þá oftast nautalund og hinsvegar þorskur.  Við höfum því lagt okkur fram við að prófa þessa rétti á sem flestum stöðum sem við höfum prófað í sumar og haust og getum því notað samanburðinn “miðað við landsmeðaltal”.  Almennt má segja um þessa tvo rétti að það á varla að vera hægt að klikka á matreiðslu þeirra með góðu hráefni.

Til að fjármagna aðeins þessi veitingastaða útgjöld hef ég og aðal tölvumaður fyrirtækisins Daníel, ákveðið að snæða grænmetis, fisk og heilsurétti sem mest í þessum mánuði og reyna að eyða að hámarki 40 – 50.000 krónum hvor í mat í verslunum (báðir búum við strák greyin :), einir á heimili – utan unglingsdóttur minnar sem er stundum hjá mér en reynir helst að dobbla pabba til að fara á veitingastað :)). Daníel skákar mér í framleiðslu á heilsuréttum og fleiru í eldhúsinu og hér á sunnudagsmorgni 4. okt., þegar þessi hluta er skrifaður, kviknaði sú hugmynd hjá mér að láta hann snara fram 1-2 uppskriftum í lok mánaðar.

Í haust og vetur – en fyrsti vetrardagur er þann 24. okt., eru góð tilboð hjá mörgum stærri og betri veitingastöðum og hótelum, sem eru skráð á Veitingastadir.is, í svokallaða markaðspakka sem er meira en einfaldar grunnskráningar, sem flestir eru með.

Nýjasta viðbótin í viðskiptavina flóruna sem veglegri viðskiptavinur er Fjörukráin, Hafnarfirði, sem auk þess að hýsa 2 veitingastaði –  er með hótel Víking þar sem oft eru góð gistitilboð sem geta meðal annars nýst fólki utan af landi.  Staðurinn er rekinn af fræknum valkyrjum dætrum Jóhannesar stofnanda staðarins. Jóhannes yfirvíkingur, hefur síðustu ár einbeitt sér að rekstri gististaðarins Hliðar á Álftanesi, þar sem matur er líka í boði fyrir gesti.

Á flestum stöðum skráðum á síðuna er hægt að nota Ferðaávísunina. Helstu haust tilboðin, sem við höfum uppfært frá september eru:

– Fiskfélagið, Grófinni
Fiskfélagið lætur haustið og það að myrkva tekur ekki stoppa gleðina – og býður úrval drykkja á tilboðsverði og 25% afslátt af matseðli sé pantað milli 17:00 – 18:30 alla daga í október.

Steikhúsið, Tryggvagötu
Þriggja rétta Nautabomba – á aðeins 5.900 kr. Val er í aðalrétt um nautalund með humar eða fisk dagsins. Í forrétt er boðið uppá Nauta Tataki og franska súkkulaðiköku í eftirrétt. Við höfum ekki prófað þennan seðil, en kíktum á staðinn í sumar sem var mun veglegri en ég bjóst við.
— 25% afsláttur af heimsendingum/ take away, sjá hér 

– Jörgensen, við Hlemm (yes this info is in English).
A great lunch offer, a) Lunch menu course, b) admission to Miðgarður Spa and a c) glass of sparkling wine for only 4.990 kr. per person.
Weekend same offer as a Brunch, same price, but with a glass of Mimosa.
Two for one daily of lunch (which we have often tried and highly recommend, not least the fish of the day!, also good service there and really nice staff).
— 15% off, Take away order daily after 17.00.
 

– Tapasbarinn
Eðal viðskiptavinur okkar til 20 ára (að meðtöldum árunum sem við gáfum út Visitor’s Guide bókina) sem á einmitt 20 ára afmæli nú í október.  Tapasbarinn er í eigu frækinna félaga frá Portúgal, Nuno og Bento sem reka þrjá aðra vinsæla staði. Á Facebook síðu Tapas barsins er í gangi leikur til 15. október, þar sem hægt er að vinna afar veglega vinninga í afmælisleik.
Góð tilboð í take away eða frá um kr. 2.900 kr. á mann fyrir veglegar veislur eins og Tapas mönnum er lagið sjá hér

KOL, ofarlega á Skólavörðustíg
býður meðal annars glæsilegan þriggja rétta tilboðsmatseðil svokallaðan leikhús og tónleikaseðill á kr. 5.990.  Þetta er fyrir þá sem kjósa að koma snemma eða um eða fyrir klukkan 18, þar sem ætlast er til þess að viðskiptavinir ljúki máltíð fyrir klukkan 20. Þetta er upplagt þar sem það er hollara fyrir líkamann að vera búið að borða fyrir þann tíma. Val er í aðalrétt um kolaðann lax eða nautalund. Nautalundina  prófaði undirritaður í september og sú var með þeim betri í bænum. Ekki gleyma að biðja um hana þar eða annarsstaðar sem þú kannt að snæða steikta eins og þú vilt hafa hana, “medium rare” er algengasta óskin. Nauta carpaccio er í forrétt og í eftirrétt er boðið uppá, deluxe ostaköku. Við skrifuðum um þennan seðil á Facebook í ágúst, sem fékk góða dóma hjá okkur. Þess má geta KOL er einnig með brunch um helgar frá kl. 12-15.
 20% afsláttur af take away og heimsendingum frá miðvikudegi til sunnudags, sértilboð á heimsendingum í samvinnu við BSR sjá hér.

Sjávargrillið, Skólavörðustíg
Býður afar veglegt þriggja rétta Haust tilboð með fordrykk á kr. 6.990. Myndin sem fylgir færslunni er frá staðnum og af eigandanum Húsvíkingnum Gústav í forgrunni.  Í hausttilboðinu er val á milli tveggja forrétta og sem aðalrétt annað hvort grilluð nautalund eða pönnusteiktur saltfiskur.  Í forrétt getur þú meðal annars fengið nauta carpaccio.  Við höfum ekki prófað þennan seðil allann, en forréttinn brögðuðum við á dögunum. Hann var afar góður og langt, langt yfir landsmeðaltali carpaccioa og að auki  óvenju vel úti látin – sem og flestir réttirnir á staðnum. Við mælum með að biðja um svartan pipar sem gerir réttinn betri og jafnvel smá olíu.

Eftir rétturinn er Cremé bulé sem stendur alltaf fyrir sínu, þó það sé ekki minn tebolli og telji að almennt mættu allir veitingamenn minnka sykur í þeim rétti og fleirum um amk. 35%.  Nautalundina á Sjávargrillinu prófaði ég um daginn og varð fyrir  vonbrigðum með hana. Gæði hráefnis var ábótavant sem og eldamennsku 🙁 og ekki var spurt hvernig vildi hana matreidda.
— 20% afsláttur af ala carte í heimsendingu eða sótt. Haust tilboðið ef sótt kr. 5.990 (-1.000 kr.). Litla veislan í heimsendingu með léttum réttum og humar ívafi fyrir 4 að lágmarki aðeins kr. 9.900. Sushi veisla 30 stk. á 7.990 (dugir fyrir 2-3). 

– Nauthóll, Nauthólsvík
Býður þriggja rétta Sælkeraveislu á kr. 6.990. Val er milli tveggja forrétta, og sem aðalrétt annað hvort grillaða lamba T-bone steik eða pönnusteiktan þorskhnakka.  Sjá umfjöllun og myndir hjá okkur á Facebook um heimsókn þangað. Það er skemmst frá því að segja að unglingsdóttir mín kallaði nautalundina “geðveika” og sagði að hún væri sú besta sem hún hefði smakkað.  Hún vildi lundina vel steikta meðan ég er “medium rare” maður. Þjónusta veitingastjórans var sérstaklega góð. Nautalundin á Nauthól í þetta skiptið og KOL í september eru þær bestu sem hef fengið á árinu.

– Matarkjallarinn, Aðalstræti
Fordrykkur fylgir með hverri innleystri ferðagjöf. Afar gott verð er í hádeginu á staðnum, sé tekið mið af gæði matar og þjónustu eða frá aðeins um kr. 2.000 og fiskur dagsins er á  2.490 kr. Ekki nóg með þetta heldur er þriggja rétta rétta Steikarveisla á staðnum með piparsteik sem aðalrétt á kr. 5.990 ferðaávísun með fordrykk væri eitt í verra en í þetta, þó að það kosti 1.000 krónur að auki.
— 25% afsláttur er af heimtöku kvöldmatseðli ef sótt á staðinn. Frí heimsending ef keypt fyrir meira en 7.500 kr.

– Forréttabarinn
Opnaði í lok júlí eftir gagngerar og vel heppnaðar endurbætur :). Þar er meðal annars boðið uppá vel úti látin fjögurra rétta tilboð / veislur, frá aðeins kr. 5.500 á mann og upp í kr. 6.950. Sjá nýlega umfjöllun okkar á Facebook um eina slíka, þar sem við deildum þrjú tveimur slíkum veislum sem gerði um 4.500 kr. á mann, sem telst gott verð, fyrir fullann maga.  Þetta er gott virði fyrir peninginn (ekki síst á laugardagskvöldi), enda telur undirritaður það eitt einkennismerki staðarins.  Eitthvað sem hagfræðingurinn kann að meta og það og fleira gerir þetta að einum að uppáhaldsstað mínum.
25% afsláttur í take away, af minni seðli sem er í gangi þessa dagana á staðnum eftir síðasta Covid útspil.  Það er opið frá kl. 16 til 21.

Úti á landi:
Hótel Örk – Hver veitingastaður, Hveragerði
Frábært tilboð í gistingu fyrir tvo frá aðeins kr. 12.900, með morgunverðarhlaðborði. Einnig
-endurgjaldslausum aðgangi að stórri sundlaug,
-hvera gufubaði og tveimur góðum pottum,
-afþreyingarherbergi (borðtennis, pool borð, pílukasti, o.fl.!.).
Sami pakki fyrir tvo, þar sem að auki er innifalinn þriggja rétta kvöldverður á Hver, kostar frá aðeins 19.900 virka daga en kr. 29.900 föstudaga og laugardaga. Það er líka hægt að kaupa pakka með afþreyingar ferðum, inniföldum. Sjá nánar um það á vef hótelsins. Við hjá Veitingastadir.is, sem þykjum kröfuhörð-harðir, höfum oft gist á hótelinu og getum heilshugar mælt með því – og þessum afar góða þriggja rétta seðli, þar sem þú getur valið á milli allra rétta á matseðli.  Þetta er ekki síst vegna almenns góðs viðmóts starfsfólksins og þjónustu bæði á hótelinu og veitingastaðnum.  Stöku starfsmenn svo sem í herbergisþrifum mættu þó vera glaðlegri og líflegri.

Í þessu samhengi viljum við líka benda þeim sem vilja fara út fyrir borgina á nýlega umfjöllun á Facebook um gistingu og mat á Icelandair Flúðum, gistiheimili á Flúðum og hótel Selfossi. Þeir tveir fyrrnefndu skoruðu afar hátt fyrir gistinguna en hótel Selfoss mun lægra, en maturinn þar var þó afbragð.

Fjöruborðið á Stokkseyri
Rómaður staður sem býður uppá flotta þriggja rétta haustveislu með 300 gr. humri í aðalrétt á kr. 7.900. (fullt verð er 10.540).  Þetta gildir miðvikudags, fimmtudags og föstudagskvöld en opið er frá kl. 16-21.  Það er lokað á mánudögum og þriðjudögum núna en um helgar opnar klukkan 12. Ólyginn sagði að maður fái hvergi betri humar en á Fjöruborðinu.  Sjá mynd og smá umfjöllun á Facebook í Suðurlandsferð í september.
30% afsláttur er af öllum sóttum pöntunum í vetur (gildir þó ekki af tilboðum).

-Flugfélagið Ernir, samstarfsaðili okkar til fjölda ára, sbr. banner á forsíðu er með 40% Loftbrú afslátt fyrir íbúa landsbyggðarinnar frá áfangastöðum sínum sem eru sex talsins! – sjá www.ernir.is

– Sjá einnig frétt um Akureyri á Facebook hjá okkur frá í sumar, en þar og í næsta nágrenni eru 24 staðir skráðir á síðuna okkar – sjá lista HÉR:

Á FACEBOOK erum við líka með fleiri fréttir og umfjallanir um ferðir út á land bæði í sumar og haust svo sem Selfoss og uppsveitir um miðjan september og í sumar Akureyri og Norðurlandi, og Suðurland og Vesturland-Borgarfjörðinn. Fréttir sem geta gefið þér hugmyndir um staði til að heimsækja nú í haust sem að sumri til.

Sjá einnig frétt neðar á síðunni um Tilboð í hádeginu en þá er oft hægt að gera mjög “góð kaup”.  ATHUGIÐ þó að eins og sakir standa er misjafnt hvort staðir séu opnir eður ei.

Ábyrgðarmaður og aðalskrifari Hákon Þór Sindrason,
Viðskiptafræðingur – Rekstrarhagfr. – Ráðgjafi
Framkvæmdastjóri NETID ráðgjöf og Veitingastadir.is