
NÝIR OG NÝLEGIR VEITINGASTAÐIR
Uppfært í byjun júní ’25 (* = skráðir á vefinn)
Nokkrir nýir staðir opnuðu í fyrra auk fleiri frétta. Nýjasti staðurinn í bænum sem opnaði í byrjun maí er Lóla, sem er til húsa í Hafnarhvoli að Tryggvagötu 11 þar sem veitingastaðurinn Anna Jóna var áður til húsa. Listakokkurinn, Siggi Lauf, sem áður rak Oto opnaði staðinn. Nýr aðili tók í vor við Nauthól* veitingastað, Haraldur Halldórsson, framleiðslumeistari og Sommelier, mjög vanur maður úr bransanum. Þá opnaði nýr ítalskur staður í desember á síðasta ári, Ristorante Piccolo á Laugavegi 11 þar sem Ítalía var áður – en nú um hálfu ári síðar hefur hann lokað aftur!. Einnig í næsta nágrenni Skreið Laugavegi 4, en þar svífur yfir vötnum eða pönnum spænskur andi og baskneskur matur er í aðalhlutverki. Verð er skaplegt og opið er miðvikudags- til laugardagskvölds. Fyrr á árinu opnaði Indo-Italian* í Listhúsinu við Engjaveg þar ræður bæði indverks og ítölsk matargerð ríkjum. Verð er að auki heldur lægra en gengur og gerist í miðbænumsvo sem á Piccoolo, t.d. hádegishlaðborð virka daga á kr. 2.990.
Í fyrra opnaði OTO á Hverfisgötu þar sem áður var Yuzu, þar er áhersla á japanska og ítalska matreiðslu. Verðlauna matreiðslumaðurinn Sigurður Laufdal, sem hefur mikla reynslu frá stöðum innanlands og erlendis, var yfirkokkur en hefur nú róið á önnur mið. Þá opnaði í hitteð fyrra Dass Reykjavík* sem er í rúmgóðu húsnæði á tveimur hæðum á Veghúsastíg. Úti á Seltjarnarnesi opnaði veitingastaðurinn Ráðagerði* í sögufrægu húsi árið 2023. Boðið er uppá fjölbreyttan matseðill sem dregur innblástur frá einfaldleika ítalskrar matargerðar, hægt er að panta pizzur þar til að taka með.
Staðir sem hafa opnað síðastu 2 ár eða rúmlega það …
Veitingastaðurinn Brut, Pósthússtræti, þar er áhersla á evrópska matreiðslu með smá tvisti og sjávarréttum er gert mjög hátt undir höfði. Opið er bæði í hádeginu og kvöldin. Sama þrenningin og stendur á bakvið vínstúkuna Tíu sopa rekur staðinn. Þá kom nýr ítalskur staður á Hverfisgötuna, Grazie Trattoria, þar sem pizzur og ítölsk matseld er í öndvegi og opið er bæði hádegi og kvöld. Það hefur því mikið bæst í ítölsku flóruna frá 2022-25.
Staðir hættir m.a.:
Nú í vor lokaði Kastrup á Hverfisgötu sökum skattaskulda og einnig Sólon á Bankastræti vegna gjaldþrots. Einnig hætti Sono matseljur í Norræna húsinu. Í janúar hættu 2 Guys á Ægisíðu og hinn sögufrægi Súfistinn í Hafnarfirði hætti í vetur. Þá lokaði Ítalía á Frakkastíg haustið 2024 sem var áður á Laugavegi (þar sem nú er Piccolo), eftir mikinn slag við stéttarfélög. Í fyrra lokaði Anna Jóna á Tryggvagötu (sjá nýjan stað þar). Jói Fel lokaði í júní 2024 Felina á Engjavegi, þar er nú Indó-Italian.
Á Facebook síðu okkar þar sem vinir eru nærri 18.000, skrifum við um heimsóknir á staði og myndir. Meðal annars þá sem eru merktir með *, auk fleiri staða. Einnig birtum við stundum fréttir á veitinga- og ferðasíðu okkar meðal okkar um 13.000 fylgjenda á Instagram sjá hér: