Veitingastaðir.is
Menu
  • Íslenska
  • Skrá veitingastað
  • Innskrá
Menu
  • Heim
  • Fréttir og tilboð
  • Uppskriftir
  • Skrá veitingastað
  • Allir matsölustaðir
  • Um NETIÐ og Veit.is 
Allir landshlutar Allir landshlutar
Menu
  • Íslenska
  • Skrá veitingastað
  • Innskrá
Veitingastaðir.is
Allir landshlutar
Menu
  • Heim
  • Fréttir og tilboð
  • Uppskriftir
  • Skrá veitingastað
  • Allir matsölustaðir
  • Um NETIÐ og Veit.is 
Heim » Fréttir, tilboð og umsagnir » Nýir veitingastaðir í Reykjavík, t.d. Tres Locos og Akur

Nýir veitingastaðir í Reykjavík, t.d. Tres Locos og Akur

Published by Hakon Thor On 15/01/2023

Nýir og nýlegir staðir:

Maí ’23 (* = skráðir á vefinn)
Nokkrir nýir staðir hafa opnað síðustu mánuði.  Þar ber fremst að nefna að Har­ald­ur Ingi hjólastólarampmaður opnaðu nýtt kaffi­hús, bar og kvik­mynda­hús á jarðhæð  á Tryggvagötu 11 í Reykja­í byrjun árs. Staður­inn heit­ir Anna Jóna í höfuðið á móður Har­ald­ar sem lést í bíl­slysi þegar hann var aðeins ell­efu ára gam­all. Annar nýr í viðbót við fjölbreytta flóru borgarinnar er staðurinn OTO á Hverfisgötu þar sem áður var Yuzu.  Verðlaunamatreiðslumaðurinn Sigurður Laufdal er eigandi og yfirkokkur. Veitingastaðurinn Skreið opnaði í byrjun mars á Laugavegi 4. Þar svífur yfir vötnum eða pönnum spænskur andi og baskneskur matur er í aðahlutverki.  Verð er skaplegt og opið er miðvikudags til laugardagskvölda.  Fröken Reykjavík, sem leggur áherslu á norður evrópska matargerð en með local hráefni og  opnaði í byrjun árs í Lækjargötu 12. Þar er líka myndarlegur bar.

Tres Locos  er í Hafnarstræti og opnaði síðasta haust, staðurinn er meðal annars í eigu Nuno og Bento sem eiga fjölda staða í miðbænum. Höfum heimsótt staðinn tvisvar annað skiptið var ekkert sérstakt einkum þjónustan en hitt skiptið ekki nógu gott. Síðasta sumar opnaði einnig Akur á stækkuðu svæði Hafnartorgs við gömlu höfnina í Reykjavík, en verður nú siðar í sumar hluti af Mathöllinni þar.  AKUR er fransk-norrænn veitingastaður og vínbar.  Þá er kominn nýr ítalskur staður á Hverfisgötuna, Grazie Trattoria, þar sem pizzur og ítölsk matseld er í öndvegi og opið er bæði hádegi og kvöld.  Vor ið ’22 opnaði pizzastaðurinn Olifa – La Madre Pizza á Suðurlandsbraut þar sem áður var Eldsmiðjan.  Sama ár í  febrúar opnaði Jói Fel nýjan stað Felino restaurant* and café (nýskráður sjá forsíðu www.veitingastadir.is), sem er í Listhúsinu Engjavegi. Staðurinn er í ítölskum anda og leggur meðal annars áherslu á gæða súrdeigspizzur.  Edition hótel opnaði í vor veitingastað sem heitir Tides á hótelinu sem er við hlið Hörpu tónleikahúss.

Staðir sem hafa opnað síðasta ár eða rúmlega það …
Veitingastaðurinn Brut, þar er áhersla á evrópska matreiðslu með smá tvisti og sjávarréttum er gert mjög hátt undir höfði. Opið er bæði í hádeginu og kvöldin. Sama þrenningin og stendur á bakvið vínstúkuna Tíu sopa rekur staðinn.  Af öðrum stærri aðilum sem hafa opnað á , ber helst að nefna að Monkeys* (er í stórum markaðspakka hjá okkur), ágúst þar sem áður var Skelfiskmarkaðurinn og við hlið hans er kokteilbar. Japönskum matreiðsluhefðum er blandað saman á Monkeys við matarhefðir frá Perú. Reynslumiklir menn eru þar við stjórnvölinn, sem meðal annars hafa getið sér gott orð fyrir rekstur Kol og Kalda bar.  Sjá myndir með færslu.

Þar haust opnaði Gaia á Ægisgarði úti á Granda sem kveðst leggja áherslu á framandi og spennandi matarhefðir víðsvegar af úr heiminum en þó einkum frá Asíu.  Einnig opnaði í fyrra Brasserie Kársnes* í Kópavogi á jarðhæð nýbyggingar í Hafnarbyggðinni.

Í júní í fyrra, opnaði á nýju Centerhoteli úti við hinn vinsæla Granda, staðurinn Héðinn Kitchen and Bar. Þar höfum við reyndar bara prófað morgunmat sem lofaði mjög góðu. Rekstraðilar eru Viggó einn stofnenda Blackbox pizza og Elías sem m.a. rekur Gló veitingastaðina.

Á Laugavegi Selva veitingastaður* og bar sem leggur áherslu á „latin cuisine“ og kokteila (sjá nýskráðir staðir á forsíðu vefjar). Matarhefðir og uppskriftir frá mið- og suður Ameríku ráða þar ríkjum hjá Arnóri B. sem rekur staðinn.  Einnig opnaði veitingastaðurinn Sono síðasta í sumar í Norræna húsinu. Þar er áherslan á „vegeterian og vegan“ mat í notalegu umhverfi háskólasvæðsins (sjá umfjöllun um heimsókn þangað á Facebook).

Flott Mathöll opnaði í fyrra í Borgartúni, með fjölda staða, þar höfum við  prófað og skrifað um 2 góða staði; Umami sushi og Bál veitingastað.

Kaffihúsið og djassstaðurinn Skuggabaldur  opnaði í júní á síðasta ári þar sem Kaffibrennslan var eitt sinn til húsa.  Í sömu lengju opnaði (enn einn) staður á hótel Borg eftir langa fæðingu.

Staðir hættir  m.a.:
Pizzustaðurinn Spaði hætti núna í júlí einnig hefur Eldsmiðjan á Suðurlandsbraut sem var síðasta útibú þess staðar  lokað , þar er kominn OLIFA – La Madre Pizza. Geysir Bistro sem var bæði á Laugavegi og Aðalstræti hefur lokað alveg sem og hið fornfræga Restaurant Reykjavík í sömu götu.  Annar frægur Lækjarbrekka lokaði í fyrra en þar er komið Bakan pizzastaður, Humarhúsið í sömu húsalengju lokaði síðasta sumar.  Corona veiran, skuldsetning o.fl., hefur leikið þessa og fleiri staði illa.
Á Facebook síðu okkar skrifum við um heimsóknir á staði og myndir. Meðal annars þá sem eru merktir með *, auk fleiri staða. 



Facebook Comments
  • Share
Efnisflokkar:Fréttir, tilboð og umsagnir, Umsagnir um staði Efnisorð:akur, ægisgarður, brut, felino, gaia, geysir bistro, grandi, héðinn bar, hótel borg, humarhúsið, Lækjarbrekka, mathöll, monkeys reykjavik, nýir veitingastaðir á akureyri, nýir veitingastaðir á íslandi, nýir veitingastaðir í reykjavík, Nýjir veitingastaðir, selva, selva restaurant, skuggabaldur, tres logos
← FyrriNæstu →

Flokkar

  • Fréttir, tilboð og umsagnir
  • Umsagnir um staði
  • Uppskriftir
    • Íslensk
    • Indónesískt

Skráðu þig á póstlistann!

Þeir sem eru skráðir á póstlista eiga þann kost á að vinna gjafabréf á veitingastaði og fleiri vinninga.

Processing..

Link to Veitingastadir Facebook Page

Veitingastadir.is

VisitorsguideTravel Facebook link

VisitorsguideTravel

Link to VisitorsguideTravel Instagram

Veitingastadir.is & VisitorsguideTravel

  • Heim
  • Fréttir og tilboð
  • Uppskriftir
  • Skrá veitingastað
  • Allir matsölustaðir
  • Um NETIÐ og Veit.is 
  • Innskrá

© 1996-2022 NETIÐ markaðs- og rekstrarráðgjöf | Persónuverndarstefna

Innskrá

Gleymt lykilorð?

Gleymt lykilorð

Fyrirspurn,
Nýir veitingastaðir í Reykjavík, t.d. Tres Locos og Akur