Matarskammtur 4 – 6
Tími 30 – 45 mínútur
Erfiðleikastig Miðlungs
Skyr
Hráefni
- 500 gr. skyr.
- 1 stk. vanillustöng.
- 50 ml. sykursýróp.
- 150 gr. flórsykur.
- 4 stk. matarlímsblöð.
- 1/2 dl. sauthernes.
- 250 ml. enskt krem.
- 150ml. þeyttur rjómi.
Matreiðsla
- Skyr, vanillustangir, sykursýróp og flórsykur sett í vatnsbað og mýkt upp.
- Matarlímið er svo leyst upp í sauthernes og blandað saman við skyrið.
- Næst er enska kreminu bætt út í.
- Loks er rjómanum blandað rólega saman við með skeið.
Pólentubotn
- 250 gr. smjör.
- 250 gr. sykur.
- 4 stk.
- egg225 gr. möndluhveiti (möndluflögur malaðar fínt í Mulinex).
- 1 stk. vanillustöng.
- Rifinn börkur af 1 sítrónu.
- Rifinn börkur af 1 appelsínu.
- 125 gr. fínt pólenta.
- 1 tsk. lyftiduft.
Matreiðsla
- Smjör, sykur, vanilla og börkur er þeytt saman í ljósa froðu.
- Eggin eru næst sett út í, eitt og eitt í einu og hrært þar til það samlagast (skilur sig alltaf aðeins til að byrja með).
- Setjið svo möndluhveitið rólega út í.
- Blandið svo pólentu saman við með sleif.
- Spreyið form og stráið hveiti í það.
- Bakið við 160°C í 30-45 mínútur.
Uppskift frá Perluni
Facebook Comments