Nýir eigendur og vanir menn úr bransanum eru komnir að hinum rótgróna og vinsæla stað Lækjarbrekku. Það eru fyrrum rekstraraðilar Perlunnar sem festu kaup á rekstrinum en Perlan lokaði nú um áramótin með áramótaveislu. Nýr vínbar Port 9 sem leggur áherslu af frábært úrvali af léttvínum: bio, organic vínum og smáréttum opnaði fyrir skömmu við Veghúsastíg 9 í porti hjá RR hóteli á Hverfisgötu. Eigandinn er matreiðslumeistarinn Gunnar Páll Rúnarsson, oft kallaður Gunni Palli á Vínbarnum. Nýtt veitingahús mun opna í Marshallhúsinu úti á Granda væntanlega í febrúar rekið af Leifi Kolbeinssyni sem var á sínum tíma með La Primavera en stýrir nú öllum veitingarekstri í Hörpunni ásamt Jóa í Múlakaffi. Veitingastöðum og kaffihúsum á þessu svæði fer fjölgandi. Í húsinu verða á efri hæðum svo bæði Nýlistasafnið og Kling og Bang.
Þá opnaði veitingahúsið Matwerk í lok nóvember á Laugavegi 96. Eigendur staðarins eru þeir Guðjón Kristjánsson, matreiðslumeistari og Þórður Bachmann, veitingamaður. Áhersla verður lögð á íslenskt hráefni og frumlega framreiðslu í koparpottum og pönnum.
Nýir veitingastaðir í bænum o.fl.
Facebook Comments