Nokkur tilboð (veitingastaðirnir eru taldir upp í stafrófsröð).
Sjá stöku umfjallanir og myndir á Facebook síðu okkar sem tengjast þessu, þar sem við skrifum um veitingastaði en einnig stundum um ferðalög og neytendamál. Flestar færslur í sumar eru reyndar utan af landi m.a. Norður-, Vestur- og Austurland ferðalög og matur.
Við uppfærum fréttir og tilboð á forsíðu reglulega og hvetjum lesendur til að deila þessu fyrir vini og vandamenn :).
– Apótekið, Austurstræti – m.a. hádegistilboð
Er með hádegistilboð þar sem í boði er m.a. fiskur dagsins og súpa á kr. 2.890. .
– Forréttabarinn, Mýrargötu
Þar er meðal annars boðið uppá vel úti látinn fjögurra rétta tilboð / veislur, frá aðeins kr. 5.550 til kr. 6.950 á mann. Gott virði fyrir peninginn sem er eitt einkennismerki staðarins. Þrír geta jafnvel deilt með sér veislu fyrir tvo. Á sunnudags- til þriðjudagskvöldum er í boði 2 fyrir 1 af klassískum forréttum (símatilboð).
Það er opið frá kl. 16 til 22 og staðurinn er vinsæll líka fyrir góðan happy hour alla daga frá kl. 16-19.
– Íslenski Barinn, Ingólfsstræti
Í hádeginu færðu þar fyrir aðeins kr. 1,990, súpu m. brauði, rétt dagsins og kaffi!.
Einnig er 20% afsláttur af take-away matseðli ef sótt er.
– Jörgensen Bar & Kitchen, við Hlemm. 2 fyrir 1 og fríir tónleikar
Happy Hour alla daga frá 16-18, gott verð m.a. stór á aðeins kr. 600. Fimmtudaga frá kl. 16-20 og þá er líka frá kl. 18-20, lifandi djassmúsík og 20% afsláttur af barseðli. Enginn aðgangseyrir 🙂
Einnig tveir fyrir einn með símatilboði í hádeginu.
– KOL, ofarlega á Skólavörðustíg, Brunch, smáréttaseðill og take away
Opið er í hádeginu frá miðvikudegi til sunnudags, og um helgar er í boði fjölbreyttur og flottur brunch frá kl.12-15, svo sem lúxus brunch á kr. 3.990, sem er líka líka hægt að fá sem “bottomless” með endalausum drykkjum inniföldum fyrir kr. 2.990.
Smáréttaseðill er á símatilboði 2f1 mið, fim og sunnudagskvöld.
– 20% afsláttur af take away og heimsendingum frá miðvikudegi til sunnudags, sértilboð á heimsendingum í samvinnu við BSR.
– Matarkjallarinn, Aðalstræti
Gott verð er í hádeginu á staðnum, sér í lagi ef tekið er mið af gæði matar og þjónustu t.d. og fiskur dagsins á aðeins 2.490 kr.
— 25% afsláttur er af heimtöku kvöldmatseðli ef sótt á staðinn. Frí heimsending ef keypt fyrir meira en 7.500 kr.
-SushiSocial, Þingholtsstræti
Þar er í boði 25% afsláttur af öllum sushirúllum á matseðli í take-away og sushibakka með 32 geggjuðum bitum á kr. 5.990.
– Tapas barinn
Eðal viðskiptavinur okkar til 20 ára, að meðtöldum árunum sem við gáfum út Visitor’s Guide bókina) og bjóða meðal annars uppá
— Góð tilboð í take away svo sem veislur fyrir 4 og fleiri á verði frá 2.390 á mann.
Úti á landi – Matur og gisting
Víða eru í boði góð tilboð fyrir mat og gistingu. Þar má fyrst nefna viðskiptavin okkar til fjölda ára,
Hótel Örk, Hveragerði – Hver veitingastaður,.
Þar er boðið uppá Sveitasælu sem er gisting fyrir tvo með morgunverðar hlaðborði og þriggja rétta kvöldverði á Hver – þar sem þú getur valið rétt af matseðli, á aðeins kr. 34.900, (aukanótt aðeins kr. 14.900. Einnig fylgir:
-endurgjaldslaus aðgangur að stórri sundlaug,
-hvera gufubað og tveimur góðum pottum,
-afþreyingarherbergi (borðtennis, pool borð, pílukasti, o.fl.!.).
Við hjá Veitingastadir.is, höfum oft gist á hótelinu og getum heilshugar mælt með því – og þessum afar góða þriggja rétta seðli, ekki síst þar sem þú getur valið á milli allra rétta á matseðli.
Rauða húsið á Eyrabakka, býður ýmiss góð tilboð en opið er mán – fimmtudaga kl. 17-21 og fös til sunnudags kl. 12-21. Sjá nánar vegna tilboð og fleira Fésbókarsíðu staðarins https://www.facebook.com/raudahusid820
Á Akureyri og í næsta nágrenni eru 24 staðir skráðir á síðuna okkar td. fyrir þá sem eru í skíðaferða hugleiðingum ,– sjá lista HÉR: Á FACEBOOK höfum við í gegnum tíðina skrifað um staði þar sem og aðrar fréttir og umfjallanir um ferðir út á land bæði í sumar og haust Fréttir sem geta gefið þér hugmyndir um staði til að heimsækja nú í haust sem að sumri til.
Sjá einnig frétt neðar á síðunni um Tilboð í hádeginu en þá er oft hægt að gera mjög “góð kaup”.
Ábyrgðarmaður og aðalskrifari Hákon Þór Sindrason,
Viðskiptafræðingur – Rekstrarhagfr. – Ráðgjafi
Framkvæmdastjóri NETID ráðgjöf og Veitingastadir.is