Umsögn: Kol, Skólavörðustíg

„Góð stemning, ljómandi góðir réttir og vel út látið.“

29. desember 2023

Við fórum fjórir piltar í hádeginu á Kol, kvenmanns lausir en við reynum að hafa bæði kynin :). Úti var trekkur í einhverjum því skrekkur, en hann fór fljótt úr okkur.

Mjög jólalegt var á staðnum og einnig smekklega skreyttur. Ung þjónustúlka var betri með hverri heimsókn á borði og áberandi vel máli farin.

Við völdum smörrebröd (kr. 5900) og jólaseðilinn (kr. 6900) líka öl með matnum þar var langbestur light jólabjór með karamellubragði.

Þjónustu stúlkan valdi fyrir okkur mjög gott rauðvín, þar sem vín hússins fékk bara meðal góða dóma.

Allir réttirnir voru ljómandi góðir og myndirnar sýna söguna vel.

Okkur fannst smörrebröd með laxi standa upp úr sem og frábær purusteik.

Vegan réttur var líka prófaður hnetusteik sem var ágæt en nokkuð hefðbundið.

Kaffi drykkir voru ágætir en það mætti alveg poppa þá aðeins upp.

Ekki spillti fyrir hversu góð tónlistin var á staðnum og vinalegt fólk á næstu borðum ánægðir erlendir ferðamenn.

Stemmingin var það þægileg að framkvæmdastjórinn sat eftir og vann í fartölvu og gæddi sér síðar um daginn á afgangnum af matnum enda var allt mjög vel úti látið.

Segðu okkur þína skoðun á Facebook

Farðu á síðuna

Facebook Comments