Matarskammtur 4
Tími 30 mínútur
Erfiðleikastig Auðvelt
Einstaklega góður og fljótlegur réttur á grillið.Humar og skötuselsgrillpinni
Hráefni
- 400 gr humarhalar (hreinsaður og bitaður).
- 400 gr skötuselur (hreinsaður og bitaður).
- Rauðlaukur, zucchini og paprika fyrir grillpinna – magn ákvarðað eftir smekk
Matreiðsla
- Hreinsaðu skötuselinn og humarinn og bitaðu síðan niður í hæfilega stóra bita.
- Settu skötuselinn, humarinn, rauðlaukinn, zucchini og paprikuna til skiptis á grillpinna.
- Grillaðu pinnann í eina til tvær mínútur á hvorri hlið á glóandi heitu grillinu. Má einnig steikja á pönnu.
- Saltaðu og pipraðu eftir smekk.
- Borið fram með salati og dressingu.
Facebook Comments