Sósa:
- 2 laukar, saxið mjög smátt.
- 2 mjög smátt saxaðir tómatar.
- 1 tsk. Mjög smátt söxuð engiferrót.
- 200 ml. Kókosmjólk.
- 1 matsk. Karrý duft.
- 2 msk. smjör.
- Salt eftir smekk.
Setjið smjör á pönnu, steikið laukinn þar til hann verður brúnn, bætið engiferinu úti og steikið í eina mínútu. Bætið karrýdufti við og steikið í eina mínútu. Bætið tómötum og steikið í tvær til þrjár mínútur, saltið eftir smekk. Bætið kókosmjólkinni og sjóðið í 5 til 10 mínútur á lágum hita. Að lokum er grænmetið sett útí og soðið þar til það verður mjúkt.
- 100 gr. Gulrætur, skornar í strimla.
- 100 gr. Rófur, skornar í strimla.
- 100 gr. Sætar kartöflur, skornar í strimla.
- 100 gr. Eggaldin, skorið í strimla.
- 50 gr. Blómkál
Uppskrift frá Indian Mango
Facebook Comments