NÁMSKEIÐ Í TÍMASTJÓRNUN OG BALI AUK HÁDEGISVERÐAR Í MARS EÐA APRÍL

Í TÍMASTJÓRNUN OG / EÐA BALI – AUK GÓÐS HÁDEGISVERÐAR
Við buðum uppá Námskeið og Fyrirlestur þann 2. febrúar 🙂 sem tókst vel. Við stefnum á að halda það aftur í lok mars eða í apríl. Takmarkaður fjöldi, og óvænt atriði :).

Vinningshafi númer 2 á póstlista fréttabréfins
er Elva Björk Óskarsdóttir. Hún vinnur gjafabréf á Námskeið um Tímastjórnun og Bali 🙂 – til lukku og hafðu samband við okkur. Ef þú getur ekki nýtt þér þetta núna Elva, máttu nota inneignina síðar.

Mjög gagnlegt námskeið í Tímastjórnun, sem kom mér og starfsfólki til góða. Thomas er afar reynslumikill. Og mikið af hagnýtum ráðum og góð og hagnýt sýnidæmi um notkun frá Hákoni.  Fyrirlesararnir voru líka ansi skemmtilegir og líflegir og óvæntar uppákomur á námskeiðinu  – Mæli með þessu“.   
Ragnar Schram, framkvæmdastjóri Sos barnaþorpana.

Stéttarfélög endurgreiða félagsmönnum fyrir svona námskeið gegn framvísun reiknings svo sem VR, Efling, SFR o.fl.fl.
Verðvernd: Þú færð endurgreitt námskeiðsgjaldið ef það stóð ekki undir væntingum eða að þú hafir ekki getað tekið a.m.k. sjö atriði með þér sem munu bæta líf þitt, heilsu, hugsanleg ferðalög, fróðleik og auðvitað mikla tímastjórnun.

Dagsetning er:
Fimmtudagurinn 2. febrúar frá kl. 10.30 til kl. 16+
Við byrjum á smávegis léttri Tímastjórnun (Hákon Þór) svo hefst Indonesiu-Bali fyrirlestur uppúr kl. 11.30. 
Við byrjum einkum á Indonesiu til hádegis – yfirlit yfir landið og ferðir.
Hádegisverður kl. 12.15 í c.a. 1 klst.

Bali eftir hádegi. Mikill fróðleikur, myndir, myndbönd og fyrirspurnir.
Mikil áhersla á Bali og ferðalög, en smávegis á tímastjórnun í ferðalögum.

BARA BALI NÁMSKEIÐ EFTIR HÁDEGI
Það er líka hægt að koma bara á Bali Námskeiðið – Fyrirlesturinn og mæta þá kl. 13.15. eða frá klukkan 12.15 og byrja í hádegismat :).
 
Aukin áhersla verður frá c.a. kl. 15.30 á lengri ferðir, og gátlistar kynntir vegna þeirra eftir því sem timi gefst.
Þar með talið hvernig þú getur jafnvel leigt út þitt eigið húsnæði á meðan á dvöl stendur, og fjármagnað ferðina á þann hátt. Hugsanlega komið út í plús
Það er erfitt að segja hve mikið við komumst í þennan lið, hugsanlega verður boðið uppá sér námskeið í þessu síðar.
Ath. það og útreikningar eiga ekkert endilega við bara um Bali heldur hvert sem farið er.

Gestir – áheyrendur, geta verið lengur og spurt ýmissa spurninga í svo sem 30-45 mínútur eða svo nema auðvitað þeir sem þurfa að sækja börn á leikskóla eða ámóta eru auðvitað löglega afsakaðir.  Við sýnum því líka skilning að fólk mæti með fartölvur og séu að svara póstum eða álíka.

Það verða frímínútur inn á milli reglulega þannig að fólk geta andað, teygt úr sér eða sinnt vinnupóstum og fleira.

Verð og upplýsingar frá þér:
Fullt verð
kr. 23.500. Kynningarverð fyrir námskeiðið er kr. 22.000 :),
Verð fyrir Bali eingöngu þ.e. án hádegisverðar o.fl. er kr. 11.000. Hádegismatur og Bali kr. 13.000.
(Þess má geta að víða kosta Tímastjórnunarnámskeið í 3,5 – 4 klst. um eða yfir 25.000 og það hjá minni spámönnum en Thomasi og Hákoni)

MIKIÐ INNIFALIÐ :
a. Hádegisverður
sem verður með hollustu ívafi þar sem Val er um fisk eða salat dagsins.
b. Rafræn Visitorsguide Bali bók.
c. Visitorsguide to Reykjavík and Iceland, 250 bls. bók, sem meðal annars veitir þér Afslætti á veitingastöðum.

d. Fimm vinningshafar verða dregnir sem hljóta að launum (fyrsti vinningur er bara fyrir þá sem eru allann daginn).
i) Gjafabréf á Veitingastað að andvirði 15 þúsund 🙂 á Matarkjallarann, einn flottasta veitingstað bæjarins.
ii) – v) Auk gjafa frá Bali og Armeníu o.fl.fl.
 
e. Óvænt atriði &
Leyni gestur :).
f. Viðurkenningaskjal sent fyrir þá sem eru á Heilsdags námskeiði.
g
. Hægt að senda fyrirspurnir í 1 mánuð eftir fyrirlesturinn á HÞS vegna ferðalaga erlendis.

– Hægt verður hugsanlega að kaupa á staðnumTímastjórnunarbækur val um nokkrar gerðir.

Greiðslur: 
Reikningsnúmer 0513 – 26 – 12707, kt. 611299-4799
Þegar þú leggur inn taktu þá fram nafn þitt í skýringum.
Eða við sendum þér greiðsluseðil með eindaga t.d. 15. febrúar eða 2. mars eða 15. mars.

Sendu okkur email á netid@netid.is til að panta!.
Vinsamlegast tilgreindu þar:
i) nafn þitt ii) hvort þú viljir fisk eða salat og iii) tölvpóstfangið
(og annað hvort fylgir staðfesting á greiðslu eða hvort þú kjósir að greiða með greiðsluseðli).

Hamingjustund eftir námskeið  – e. Happy Hour og djass innifalið 🙂
Centerhotels bjóða uppá mjög flotta Hamingjustund frá kl. 16 alla daga :).
Á fimmtudögum er djass að auki og frítt fyrir okkur sem vilja eftir fyrirlesturinn að koma í hamingjustund og djass og eitthvað óvænt. 

Nánar um Indonesíu og  Bali fyrirlestur & rafræn Visitors Guide Bali bók fylgir
(þeir sem vilja og hafa tíma geta eins og áður sagði verið lengur og fengið þannig meiri Asíu og Bali upplýsingar)
-Um Indonesiu og Bali.
Myndir og Myndbönd – Singaporeans starfsmenn NETSINS sem við köllum Vietcong team, sjá um framsetningu þeirra :).
Hagnýtar upplýsingar ýmislegt, þar sem tengist í raun hvaða landi sem er, einkum í Asíu.
-Hvernig er að hægt að dvelja um lengri tíma úti og leigja út íbúð þína og jafnvel fjarvinna, þannig að komið sé út í plús.

Hér eru ýmsar upplýsingar um ferðalög okkar erlendis til Indónsesiu, Bali, Armeniu, Georgiu o.fl. fl.
https://www.facebook.com/visitorsguidetravel

 

Staðsetning:
Í mjög góðum sal Ásgarði, á Jörgenssen á Center hotels við Hlemm (bílastæði eru endurgjaldslaus austan megin við húsið í Þverholti meðan pláss leyfir). 
Strætó samgöngur eru einnig afar góðar á Hlemm við hliðina á húsinu).
Hádegismatur fyrir okkur verður í góðum sal fyrir aftan gestamóttökuna.

Fyrirlesarar febrúar (HÞS) og etv. mars eða apríl (HÞS og TM).

Thomas Möller, Hag-Verk-fræðingur, höfundur dagbókana frá A4 með frábærum tímastjórnunar ráðum. Thomas hefur m.a. verið pistlahöfundur á Fréttablaðinu og er vara-þingmaður og ákveðinn lífskúnstner má segja. Hann er með meistaragráðu frá Berlín, Þýskalandi og MBA að auki. Þá stundar hann nám um þessar mundir í Leiðsöguskólanum. Hann er jafnframt með unglegri mönnum (álit HÞS).  Hann mun auk Tímastjórnunar ráða, luma á ýmsum heilsuráðum sem hann skýtur inn á milli :). Thomas mun leika af fingrum fram og eiga gott og líflegt samtal við áheyrendur.  Kappinn ku víst þeysa um stundum líka á mótor fák, minnst á fáka þá á Thomas ættir að rekja meðal annars til Skaga-fjarðar en þar var næsti fyrirlesari einmitt í sveit á Glaum-bæ.

 

Hákon Þór Sindrason, Rekstrar-Hag-fræðingur, framkvæmdastjóri NETIÐ Ráðgjöf & Veitingastadir.is. Viðskiptafræðingur (cand.oecon) frá HÍ og M.Sc. í Rekstrarhagfræði frá Kóngsins Köben frá lok síðustu aldar.
Hákon Þór hefur m.a. ferðast til 62 landa og þar af þrisvar dvalið í Indonesiu-Bali, í 2 til 3 mánuði í senn sbr. nánar hér að neðan.  Hákon hefur notað Tíma-stjórnunar-bækur Thomasar frá árinu 2000!.

Þess má geta með H-in að í ljós kom að báðir voru Hákon og Thomas í sveit í H-runamannahrepp í fjölda ára. Og því eru báðir vanir að elta rollur í Hag-a 🙂 og reka kýr á beit og sitja fáka og eltast við fé. 
Sveitina mun án efa bera á góma hjá báðum fyrirlesurum. 

Nánar hér um ferðir Hákonar til Indónesiu og Bali: 
a) Fyrsta ferðin var 2019 frá janúar til mars.  Þá ferðaðist Hákon frá Jakarta í gegnum alla Java eyjuna og svo yfir til Bali (og svo svokallað „Visa run“ yfir til Singapore og Malaysiu).
b) Önnur ferðin var Bali eingöngu árið 2019 frá des til 7.mars 2020, með viðkomu á leiðinni út til Doha í Quatar (Visa run til Perth, Ástralíu í 8 daga).  Afrakstur þeirrar ferðar var Visitors Guide Bali bókin, eftir all svakalega vinnutörn þar sem unnið var í þremur tímabeltum. Heimkoma úr þeirri ferð var viku fyrir Covid lokun Íslands og reyndar Bali líka. 
c) Þriðja ferðin var frá 28. febrúar til byrjun apríl 2022 (rúmlega 2 mánuðir). Í þeirri ferð voru lögð drög að næstu útgáfu af Bali bókinni 2023 sem fylgir með á námskeiðinu.

Enn nánar um Hþs og NETIÐ:
Hákon hefur fjarunnið frá Indónesíu (reyndar líka sbr. í október – til nóvember 6 vikna ferð, Georgiu, Armeníu og Vínarborg og rekið fyrirtækið NETIÐ ráðgjöf frá síðustu öld). Hann markaðssetti á síðustu öld Einkaklúbbinn og er stofnandi og höfundur Visitors Guide á Íslandi 2000-16 og Visitorsguide Bali bókana (2020, 1 .útgáfa) og 2023 (2. útgáfa í vinnslu). 

Önnur Asíu lönd sem hann hefur heimsótt eru (Singapore, Malasya, Thailand, Vietnam, Kambodía, Tyrkland, Armenía og Quatar. Að auki lönd í Mið Austurlöndum (sem tilheyra víst Asíu landfræðilega séð) svo sem Ísrael (tvisvar), Líbanon, Sýrland, Jórdanía, Egyptaland (bara dagsferð).  Einnig til Indlands þrisvar sinnum en þar á pilturinn líka ákveðinn ætt-boga frá Norður-Indlandi Gujarat sama og uncle Ghandi.

Mjög mikið af því sem farið verður yfir á námskeiðunum á ekki bara við um Bali heldur ferð í raun hvert sem er fjarlægt t.d. hvaða Asíuland sem er eða Suður-Ameríku.

Báðir hafa fyrirlestrarar mikinn áhuga á H-eilsu málum. Því munu all nokkur slík fljóta með eins og áður sagði, sennilega fleiri frá Thomasi, enda eldri og aldrinum fylgir meiri viska :).

Síðar í mars:
Ef vel er tekið í fyrirlestrana, þá höldum við þá aftur í mars eða apríl, og þá eru hugmyndir þessar – Vöruþróun:
– Fyrirtæki eða Félög geta fengið svona fyrirlestra fyrir hópa hjá sér.
– A eða B, aftur.
– A og eða B á ensku.

-Bali fyrirlestur + um 45 mínútna Tímastjórnun + grundvallaratriði í Sjálfsvörn fyrir fólk á ferðalögum á um 75 mínútum (5 basic atriði).
-Tímastjórnun +  heilsuráð (Thomas, Hákon og Kona sem verður kynnt síðar) + Bali fyrirlestur.

-Tímastjórnun og Georgia og Armenia fyrirlestur.
Auk hádegisverðar í mörgum tilfellum hér.

Facebook Comments