Veitingastaðir.is
Menu
  • Íslenska
  • Skrá veitingastað
  • Innskrá
Menu
  • Heim
  • Fréttir og tilboð
  • Uppskriftir
  • Skrá veitingastað
  • Allir matsölustaðir
  • Um NETIÐ og Veit.is 
Allir landshlutar Allir landshlutar
Menu
  • Íslenska
  • Skrá veitingastað
  • Innskrá
Veitingastaðir.is
Allir landshlutar
Menu
  • Heim
  • Fréttir og tilboð
  • Uppskriftir
  • Skrá veitingastað
  • Allir matsölustaðir
  • Um NETIÐ og Veit.is 
Heim » Uppskriftir » Djöflaterta

Djöflaterta

Published by [email protected] On 08/04/2015

Matarskammtur 12
Tími 2 klst.
Erfiðleikastig Miðlungs

Hráefni

  • 2 1/4 bolli hveiti.
  • 1/2 bolli kakó.
  • 1 1/2 tsk matarsódi.
  • 1 tsk salt.
  • 100 g smjör.
  • 1 bolli sykur.
  • 1 tsk vanilludropar.
  • 3 eggjarauður.
  • 1 1/3 bolli kalt vatn.
  • 3 eggjahvítur.
  • 3/4 bolli sykur.

Matreiðsla

  1. Hitið ofninn í 175°C.
  2. Hrærið smjör og sykur þar til hræran verður létt og ljós.
  3. Bætið eggjarauðunum í einni í senn og hrærið vel á milli.
  4. Bætið dropunum í.
  5. Blandið saman hveiti, kakói, matarsóda og salti og bætið í smjörhræruna til skiptis við vatnið.
  6. Þeytið hvíturnar, bætið 3/4 bolla af sykri í og stífþeytið.
  7. Blandið varlega í hræruna með sleikju.
  8. Setjið í smurt og hveitistráð klemmuform, 24 cm í þvermál, og bakið í u.þ.b. 60 mín. Kælið.
  9. Takið úr forminu og kljúfið í tvennt. Kakan á að vera blaut.
  10. Setjið krem á milli og súkkulaðihjúp ofan á.

Krem

Hráefni

  • 100 g síríus suðusúkkulaði.
  • 125 g mjúkt smjör.
  • 2 eggjarauður.
  • 75 g flórsykur.

Matreiðsla

  1. Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið.
  2. Hærið smjörið þar til það verður létt og loftkennt (u.þ.b. 10 mín).
  3. Bætið eggjarauðunum í, einni í einu og hrærið vel í á milli. Bætið sykrinum út í. Hrærið í u.þ.b. 5 mín. Hærið súkkulaðið saman við smjörkremið. Ef súkkulaðið er of heitt bráðnar smjörið og kremið eyðileggst.

Súkkulaðihjúpur

Hráefni

  • 100-200 g síríus suðusúkkulaði.

Aðferð

  1. Bræðið suðusukkulaðið yfir vatnsbaði og kælið örlítið (samt ekki of mikið það verður að vera aðeins volgt).
  2. Súkkulaðið smurt ofan og utan á kökuna með sleikju.
Facebook Comments
  • Share
Efnisflokkar:Íslensk, Uppskriftir Efnisorð:Djöflaterta
← FyrriNæstu →

Flokkar

  • Fréttir, tilboð og umsagnir
  • Umsagnir um staði
  • Uppskriftir
    • Íslensk
    • Indónesískt

Skráðu þig á póstlistann!

Þeir sem eru skráðir á póstlista eiga þann kost á að vinna gjafabréf á veitingastaði og fleiri vinninga.

Processing..

Link to Veitingastadir Facebook Page

Veitingastadir.is

VisitorsguideTravel Facebook link

VisitorsguideTravel

Link to VisitorsguideTravel Instagram

Veitingastadir.is & VisitorsguideTravel

  • Heim
  • Fréttir og tilboð
  • Uppskriftir
  • Skrá veitingastað
  • Allir matsölustaðir
  • Um NETIÐ og Veit.is 
  • Innskrá

© 1996-2022 NETIÐ markaðs- og rekstrarráðgjöf | Persónuverndarstefna

Innskrá

Gleymt lykilorð?

Gleymt lykilorð

Fyrirspurn,
Djöflaterta