Fréttir, tilboð og umsagnir

Matarhátíðin Food & Fun 2017

Matarhátíðin Food & Fun 2017

Food & Fun matarhátíðinni, er nú fagnað í 16. sinn í ár.
Hún hefst 1.mars og stendur til 5.mars. Að venju sækja hátíðina fjölmargir
þekktir erlendir matreiðslumenn bæði frá Bandaríkjunum og Evrópu og
fá þar tækifæri til að kynnast íslensku hráefni. Þeir deila hæfileikum sínum
með íslenskum matgæðingum og töfra fram girnilega rétti
sem verða á matseðlum 16 veitingastaða í Reykjavík.

Veitingastaðirnir sem taka þátt í ár eru eftirtaldir í stafróðsröð; –
þeir sem eru með skráningu hjá okkur eru með tengla inn á Food & Fun matseðla viðkomandi veitingastaðar:
Apótek Restaurant, Bazzar Oddsson, Bryggjan – Brugghús, Essensia, Gallerý Restaurant Hótel Holt, Geiri Smart, Grillið, Haust Restaurant, Kitchen and Wine 101, Kolabrautin, Matarkjallarinn, Mathús Garðabæjar, Slippbarinn, Steikhúsið, Sushi Social og Vox.
Verð á þessum Food & fun hátíðarmatseðlum er óbreytt frá í fyrra eða kr. 8.500 – .

Þar sem eftirspurnin hefur oft verið meiri en framboðið og
þeir sem sem vilja upplifa Food & Fun stemminguna á
veitingastöðum borgarinnar eru hvattir til að bóka sér borð sem fyrst.

DILL Restaurant fær Michelin stjörnu

DILL Restaurant fær Michelin stjörnu

DILL Restaurant fær Michelin stjörnu –

fyrsta íslenska veitingahúsið sem hlotnast sá heiður.

Veitingastadir.is óska Dill Restaurant innilega til hamingju.

Konudagurinn – Til hamingju með dag kvenna!

Konudagurinn – Til hamingju með dag kvenna!

Konudagurinn markar upphaf Góu, vorboðann sem færir okkur
meiri birtu með hverjum deginum.

Upphaflega var Konudagurinn haldinn til að heiðra
húsfreyjuna á bænum og hafa menn haldið í þann sið.

Á veitingastadir.is var fjöldi veitingastaða sem bauð upp á sérstakan konudagsmatseðil.