Fréttir og tilboð

Margir vinningar

Margir vinningar

Við drógum fjóra vinningshafa af póstlista. Fyrsti vinningshafinn er Guðgeir Óskar Ómarsson, sem hlýtur gjafabréf frá okkur fyrir 10.000 kr. á Torfuna eða Lækjarbrekku. Vinningshafi númer tvö sem er Guðfinna Hafsteinsdóttir fær gjafabréf frá okkur í jöklagöngu fyrir 2, með íslenskum fjallaleiðsögumönnum eða hádegisverð fyrir 2 ef vill frekar. Þriðji vinningshafinn er Katrín Guðmundsdóttir sem fær gjafabréf uppá 10.000 krónur gjafabréf þar sem hægt er að velja á milli 3ja staða. Einnig gefur visitorsguide fjórða vinningshafan Elísabetu Sigurðardóttir gjafabréf í jöklagöngu með íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Hægt að fá hádegisgjafabréf á veitingastað ef viðkomandi vill frekar. Einn vinningshafi að auki er svo tilkynntur á Facebook síðunni okkar, sá fær hádegis gjafabréf á veitingastaðinn Apótek.

Nýjar og endurbættar veitingstadir.is og restaurants.is vefsíður

Nýjar og endurbættar veitingstadir.is og restaurants.is vefsíður

Fóru loftið nú í byrjun júlí í eftir mikla þróunarvinnu. Þær virka nú jafnt í spjaldtölvum og snjallsímum auk þess sem þær eru byggðar á kerfi sem er notendavænt og gerir okkur kleift að þróa og endurbæta vefsíðurnar áfram. Meðal nýjunga eru bættar tengingar við samfélagsmiðla og staðsetningakort. Við erum þó enn að vinna við virkni einstakra þátta svo sem staðsetningarkorts og fínstillingu útlits. Biðjumst því velvirðingar ef eitthvað er ekki alveg að virka sem skildi.

Nýr staður Casa Grande

Nýr staður Casa Grande

Hefur opnað við gömlu höfnina, þar sem áður var Tapashúsið. Sömu traustu eigendurnir að þessum stað sem er með skemmtilegar suðrænar áherslur. Meðal annars boðið uppá Miðjarðarhafs-rétti og pizzur í flottum húsakynnum.

Ísafold Restaurant

Ísafold Restaurant

Ísafold Restaurant er glæsilegur veitingastaður staðsettur á Þingholtsstræti 5 í hjarta borgarinnar. Matreiðslan á Ísafold er í hæsta gæðaflokki og lögð er áhersla á að nota eingöngu allra besta hráefni sem fyrirfinnst og eru því birgjarnir sérvaldir með velferð dýra og náttúru að leiðarljósi. Á Ísafold er lögð áhersla á norræna matargerð  með fagmennsku í fyrirrúmi og andrúmsloftið er einstaklega vinalegt og afslappað. Þar er gott úrval kokteila, viskí, vína og annarra drykkja og er Happy hour á barnum alla daga milli kl. 17:00 og 19:00. Úlfur Uggason yfirmatreiðslumeistari leiðir kokkalið Ísafoldar en hann hefur yfirgripsmikla reynslu sem matreiðslumeistari á betri veitingastöðum borgarinnar sem og á einstaklega flottum veitingastöðum á erlendri grundu. Þemað í innanhússhönnun Ísafoldar er líkt og nafn veitingastaðarins ber með sér íslensk náttúra með samspili vatns, viðar og hrauns. Ísafold er með sæti fyrir 50 manns ásamt góðu úrvali af hópmatseðlum sem og smáréttaseðlum og er því tilvalið fyrir hópa, smærri og stærri. Ísafold leggur sig fram við að bjóða upp á sælkeramat og úrvalsþjónustu í notalegu andrúmslofti. Opnunartími er frá 11:30 til miðnættis alla daga vikunnar.

Umsagnir um staði

Ferð um Norðurland

Ferð um Norðurland

Við fórum í ferð norður í land frá föstudegi til þriðjudags undir lok júní, þar sem bókinni okkar var dreift á enn fleiri staði en R3 dreifing dreifingarfyrirtæki okkar á landsbyggðinni dreifir. Einnig til að hitta nokkra [.....]
Kaffi Krús, Selfossi

Kaffi Krús, Selfossi

Í hjarta bæjarins að Austurgötu 7, er Kaffi Krús, einstaklega hlýlegt kaffihús og veitingastaður á tveimur hæðum. Húsið sem í dag hýsir Kaffi Krús var byggt árið 1931, þegar Selfossbær var í örum vexti. Húsið var lengi [.....]