Fréttir, tilboð og umsagnir

Margir vinningshafar

Margir vinningshafar

Við drógum fimm vinningshafa af póstlista. Fyrsti vinningshafinn er Guðmundur St., sem hlýtur gjafabréf frá okkur fyrir 2 í brunch á Torfuna. Vinningshafi númer tvö fær gjafabréf frá okkur í jöklagöngu fyrir 2, með íslenskum fjallaleiðsögumönnum (að verðmæti 25 þ.!), eða hádegisverð fyrir 2 ef vill frekar.  Þriðji vinningshafinn fær gjafabréf fyrir 2, í 3ja rétta hádegisverð á Matarkjallarann sem er nýskráður á síðuna.   Fjórði vinningshafinn fær frá okkur eitt stk. Vegahandbók.

Vinningshafar:
1. Guðmundur St.  (gst***@simnet.is) – Brunch fyrir tvo á Torfuna
2. Bjarni Jóhannesson – Jöklaganga fyrir tvo með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum.
3. Guðný M. Ólafsdóttir – Hádegisverður fyrir tvo á Matarkjallaranum
4. Halldór Bergvinsson – Vegahandbókin
Fimmta vinningshafann er að finna á Facebook síðu okkar.

Fiskfélagið 7 ára

Fiskfélagið 7 ára

Veitingahúsið fagnaði 7 ára afmæli sínu 12. Júní síðastliðnum. Falið undir Gamla Zimsen húsinu er það eitt best geymda leyndarmál miðborgarinnar sem meistarakokkurinn Lárus Gunnar Jónasson hefur rekið frá upphafi.  Fiskfélagið bíður gestum sínum í árstíðarbundið Ferðalag um Ísland eða Flug í óvissuna undir handleiðslu þaulreyndra matreiðslumanna í Heimsreisu eins og Fiskfélaginu einu er lagið.
Við veitingastaðinn er eftirsótt útisvæði fyrir matargesti.  Það er niðurgrafið svæði byggt úr gamla hafnarbakkanum sem fannst við uppgröft árið 2007. Í hádeginu sleikir sólin útisvæðið og því er tilvalið að fá sér dýrindis Franskan sushibakka eða Humarsalat.  Verið velkomin á Fiskfélagið, Vesturgötu 2a.

Argentína Steikhús – fjögurra rétta sælkera matseðill

Argentína Steikhús – fjögurra rétta sælkera matseðill

Í boði er nýr og frábær 4ra rétta seðill, á einum af elsta og traustasta veitingastað borgarinnar; Þorskhnakki með estragon lambasoði og jarðskokkamauki – Carpaccio rúllur með wasabi mayonnaise og dill mareneruðum agúrkum – Grillaðar nautalundir með hægelduðum lambaskanka, demi-glace, brösuðu grænmeti og salt innbakaðri nípu. Í eftirrétt er svo hvít súkkulaðimús með Yusu marengs, gulrótarís, rabbarbarasósu og þurrkaðri grískri jógúrt. Verð er kr. 9.450.-

Hótel Rangá; hægt að skoða innandyra hjá Google maps

Hótel Rangá; hægt að skoða innandyra hjá Google maps

Hótel Rangá er fyrsta hótelið á Íslandi sem hægt er að skoða á Google map í einskonar sýndarveruleika en í því felst að nú gefst gestum og öðrum áhugasömum tækifæri til að „ganga“ um hótelið í gegnum Google Maps. Þessi frábæra nýjung getur hjálpað ferðamönnum að ákveða hvert eigi að fara en með þessari tækni geta gestir skoðað gagnvirkt í gegnum internetið það sem að hótelið hefur uppá að bjóða. Hægt er meðal annars að skoða veitingastaðinn og dást að útsýninu, líta inn í nokkur herbergi, sjá hótelið að utan og kíkja í stjörnuskoðunarhúsið. Ýttu hér til að fara í göngutúr um Hótel Rangá.

Nýir veitingastaðir

Nýir veitingastaðir

Nýr og glæsilegur veitingastaður Matarkjallarinn – Foodcellar hefur opnað í Aðalstræti 2, þar sem Sjávarkjallarinn var eitt sinn. Eigendur eru að hluta til þeir sömu og eiga Fiskifélagið. Veitingastaðurinn Sæta Svínið Hafnarstræti 2 opnaði í vikunni fyrir páska og er meðal annars í eigu Portúgalana Nuno og Bento sem getið hafa sér gott orð í geiranum – sjá góða umsögn hjá okkur á Facebook eftir heimsókn þangað. Nú eru miklar framkvæmdir á jarðhæð JL hússins þar sem veitingastaðurinn Bazaar opnaði nýverið. Á hæðunum fyrir ofan verður Oddsson sem er blanda af hosteli og hóteli.
Á Höfn í Hornafirði opnaði veitingastaðurinn Pakkhúsið um miðjan apríl eftir miklar endurbætur.