lækjarbrekka bordi
  • Finna veitingastað
  • PóstlistiÞátttakendur á póstlista eiga möguleika á því að vinna gjafabréf á veitingastaði o.fl.

Nafn:
Netfang:
Kyn:
Security:


Skrá  
SKY Lounge & Bar

SKÝ Lounge & Bar er veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur. Staðsettur á 8. hæð á CenterHotel Arnarhvoli á Ingólfsstræti. Á veitingastaðnum er að finna stórkostlegt útsýni yfir Faxaflóann, Esjuna, Hörpuna og miðbæ Reykjavíkur. SKÝ er hannaður á...

Meira  

Veitingastadir.is

Skráning á veitingastadir.is og restaurants.is


Hvaða staðir eru skráðir á síðuna?

Nær allir veitingastaðir landsins eru skráðir á vefsíðuna. Sumir eru með stærri skráningar - nánari lýsingu, lógó, myndum, hringmyndum og jafnvel myndböndum, aðrir eru skráðir bara með grunnupplýsingum.
Ef þú finnur ekki einhvern veitingastað gæti skýringin verið sú að hann er nýopnaður. Endilega láttu okkur vita af honum. Það er mikil vinna að fylgjast með breytingum á veitingamarkaði og því eru allar ábendingar vel þegnar.
Á síðunni er einnig að finna skemmtilegar uppskriftir, opið álitskerfi og umsagnir sérfræðinga. Þeir sem eru skráðir á póstlista eiga þann kost að vinna gjafabréf á veitingastaði og fleiri vinninga.

Sjá umfjallanir um valda veitingastaði hér

Fréttir og tilboð

Ferðalag og umsagnir m.a. á Facebook
Við höfum verið talsvert á ferðinni í sumar um landið og skráð veitingastaði og skrifað um þá. Núna síðast á Snæfellsnesi og þar áður á hringveginum o.fl. Á facebook síðu okkar eru smá umfjallanir og myndir frá mörgum ofangreindra og annarra staða auk fróðleiks um ferðalög.

Vinning
shafar
Við drögum reglulega vinningshafa af póstlista t.a.m. síðast 5 aðila. Skráðu þig endilega á póstlista til að fá fréttabréf frá okkur og eiga möguleika á vinning.


Nýir staðir og nýlega skráðir veitingastaðir
- Veitingastaðir í Reykjavík:
Forréttabarinn, Nýlendugötu 14. Öðruvísi staður, rétt við gömlu höfnina nýir eigendur sem meðal annars áttu áður Fjöruborðið Stokkseyri. Bar í vestari hluta hússins. Veitingstaðurinn 1919, Pósthússtræti 2. Góður staður í hjarta miðbæjarins og flottur bar í sömu húsakynnum. Frederiksen Ale House, nýr staður í miðborg Reykjavíkur með gott úrval af bjór og góðan hádegismatseðil.

Veitingastaðir á landsbyggðinni:
- Suðurland:
KEF Restaurant, Hótel Keflavík. Hótel Dyrhólaey rétt hjá Vík og Hungubakkar um 5 km frá Kirkjubæjarklaustri. Þrastalundur Grímsnesi, gott verð á mat og flott útsýni.
- Austurland:
Kaupfélagsbarinn Neskaupsstað, sem er flottur veitingastaður á glæsilegu hóteli. Hótel Aldan, gamalt og hlýlegt hús, einstaklega góður þorskur sem við fengum þar. Skaftfell bistro, Seyðisfirði. Frábær humarpizza sem snæddum þar með heilhveitibotni.
- Norðurland:
Silva, grænn veitingastaður í Eyjafjarðarsveit. Um 15 km frá Akureyri. Harbour house café, Siglufirði. Sjávaréttastaður við höfnina.
- Vesturland:
Gamla Kaupfélagið Akranesi, mjög góður matur og stór matseðill. Gistiheimilið Langaholt, Snæfellsnesi. Flott gistiheimili og ferðaþjónusta í Staðarsveit. Veitingastaður sem sérhæfir sig í fersku sjávarfangi af svæðinu. Hótel Framnes Grundafirði, flottur veitingastaður með virkilega góðan mat og frábæra þjónustu. Plássið, Stykkishólmi, fjölskylduvænn veitingastaður með góðan mat og hlýlega stemningu.  Munaðarnes Veitingastaður, góður staður, sem m.a. býður uppá humar.


Endilega látið álit ykkar í ljós á þessum stöðum eða öðrum sem hafið snætt á.

Flottur haustseðill
Frá 1.september til og með 30.september er boðið upp á veglegan haustseðil sem er 4 rétta lúxuskvöldverður. Matseðillinn er eftirfarandi: Humarsúpa - Sítrus grafin bleikja -Íslenskt fjallalamb ásamt Þykkvabæjarkartöflum -grænmeti úr héraði og rauðvínssoðsósu og hrært skyr a la Rangá. Verð á mann kr. 10,400.-

Argentína 4 rétta sumarmatseðill
Á upplifunnar sumarseðli Argentínu Steikhúss er humar með maísmauki og tortillu - sítrus grafinn lax með appelsínum, ristuðum möndlum og anís skyrfroðu. Einnig grilluð lamba kóróna með croquett, grænertu- mintumauki og soðsósu - og leikur með ástríðu og engifer, flottur seðill og verð kr. 9.250.-

Mikill matur, gott verð
Í hádeginu og fram til kl. 17 á daginn kostar aðalréttur ásamt súpu dagsins aðeins kr. 1,990. Við hjá Veit.is höfum góða reynslu af þessu, almennt mjög góður matur og vel úti látinn. Hægt að velja um kjöt eða fiskrétt.

Salir við öll tækifæri
Fjöldi veitingastaða og hótela sem eru skráð á síðunni bjóða uppá sali fyrir veislur eða aðra viðburði. Fjöldi sala er að jafnaði frá c.a. 6-8 manns og allt uppí 450 eins og t.d. á Grand hótel. Dæmi um aðra veitingastaði og hótel sem eru með sali er Strikið - Akureyri,  Tapashúsið og hótel Örk. Athugaðu endilega leitarorðið salur þegar þig vantar upplýsingar um sal fyrir vinahópinn eða vinnustaðinn.

NEYTENDAHORNIР- lof og last:


Lof ....
Fá íslenskir veitingastaðir fyrir að bjóða oft uppá frábærar máltíðir, jafnvel fyrir um 20$ í hádeginu fyrir 2ja rétta, með okkar góða vatni og þjónustugjaldi (tips). Nýleg dæmi eru Lækjarbrekka og Sjávargrillið, sjá smá umfjöllun á Facebook um þær heimsóknir.... Lesa meira

Last ....
Lastið fá olíufélögin, fyrir að á flestum stöðvum er ónóg umhverfisstefna í gangi. Víða er ekkert sér til að henda i) dósum og glerjum í og ii) pappír, heldur er öllu hent í sama dunkinn... Lesa meira

Fylgstu með nýjustu sögunum í NEYTENDAHORNINU eða sendu inn þínar.


isafold-banner-150x100 Booking - Visit Visitors Guide 150 SOS banner