Fréttir, tilboð og umsagnir

Happy hour á mörgum góðum stöðum

Happy hour á mörgum góðum stöðum

Meðal staða með góða skráningu hjá okkur sem bjóða uppá hamingjustund og tímasetningar þeirra eru:
Apótekið frá kl. 16 til18, Forréttabarinn 16 til 19, Hótel 19-19, 16 til 19,
Ísafold 17 til 19, Mar bar frá 18 til 21, Ský Restaurant 17 til 19 og Sæta Svínið frá 15 til 18.
Á þessum tíma er stór bjór á verði frá 500-650 kr. og léttvínsglas á kr. 600 til 800, eftir stöðum.

Ferðalög og veitingastaðir í sumar – fjöldi umsagna á Facebook

Ferðalög og veitingastaðir í sumar – fjöldi umsagna á Facebook

Við höfum mikið verið á ferðinni í sumar úti á landi og skrifað um veitingastaði og ferðalög og tekið myndir og myndbönd, einkum á Norðurlandi og Suðurlandi.  Þú getur séð úttektir og meðmæli um marga staði á facebook og hér á vefsíðu, endilega að skoða það til að fá hugmyndir.

Ísafold Restaurant býður upp á nýjan og spennandi Lounge matseðil

Ísafold Restaurant býður upp á nýjan og spennandi Lounge matseðil

Þar má finna úrval spennandi smárétta. Réttirnir eru matreiddir úr gæða hráefni en metnað er lagður í val á öllu hráefni og aðeins valið það ferskasta sem fyrirfinnst að hverju sinni.  Lounge matseðillinn okkar er í boði alla daga frá 11:30 til 22:00. Tilvalið að njóta í góðra vina hópi í ljúfu andrúmslofti. Sjá Lounge matseðilinn hér.

SKÝ Restaurant & Bar – frábært útsýni

SKÝ Restaurant & Bar – frábært útsýni

Veitingastaðurinn er staðsettur á efstu hæð á CenterHotel Arnarhvoli.  Á SKÝ er boðið uppá ljúffengar veitingar ásamt stórbrotnu útsýni yfir Reykjavíkurborg og Faxaflóann.  Við tökum fagnandi á móti hópum af öllum stærðum og gerðum og bjóðum upp á úrval af spennandi matseðlum sérvöldum fyrir hópinn. Sjá hópmatseðlana hér.

 

Nýir veitingastaðir

Nýir veitingastaðir

Nýr og glæsilegur veitingastaður Matarkjallarinn – Foodcellar opnaði í Aðalstræti 2, þar sem Sjávarkjallarinn var eitt sinn. Eigendur eru að hluta til þeir sömu og eiga Fiskifélagið. Veitingastaðurinn Sæta Svínið Hafnarstræti 2 opnaði í vor og er meðal annars í eigu Portúgalana Nuno og Bento sem getið hafa sér gott orð í geiranum – sjá góða umsögn hjá okkur á Facebook eftir heimsókn þangað. Veitingastaðurinn Bazaar opnaði í vor á jarðhæð JL hússins. Rok veitingastaður á Skólavörðuholti rétt við Hallgrímskirkju opnaði í sumarbyrjun. Þá opnaði í sumar glæsilegur veitingastaður á hótel Örk, Hveragerði, sem ber nefnið Hver.