Fréttir, tilboð og umsagnir

Konudagurinn – Til hamingju með dag kvenna!

Konudagurinn – Til hamingju með dag kvenna!

Konudagurinn markar upphaf Góu, vorboðann sem færir okkur
meiri birtu með hverjum deginum.

Upphaflega var Konudagurinn haldinn til að heiðra
húsfreyjuna á bænum og hafa menn haldið í þann sið.

Á veitingastadir.is var fjöldi veitingastaða sem bauð upp á sérstakan konudagsmatseðil. 

Tilboð var hjá veitingastöðum í tilefni af Valentínusardeginum

Tilboð var hjá veitingastöðum í tilefni af Valentínusardeginum


Valentínusardagurinn, dagur kærleika og ástar, var 14. febrúar.
Tilvalið var að bjóða elskunni út að borða þennan rómantíska dag.

Glæsileg tilboð voru hjá veitingastöðum og
margir veitingastaðir buðu upp á sérstakan
Valentínusarmatseðil í tilefni dagsins.

Ástinni var komið á óvart á Valentínusardaginn.

 

Margir áhugaverðir staðir á Reykjanesinu

Margir áhugaverðir staðir á Reykjanesinu

Reykjanes er áhugaverður staður að heimsækja. Hvort sem skoðað er hið hrikalega jarðhitalandslag eða til að heimsækja brúna milli heimsálfa, Bláa Lónið eða Víkingasafnið. Áhugaverðar gönguleiðir eða rómantískur kvöldverður með norðurljósum – þú munt finna það allt á Reykjanesinu. Við hjá veitingastadir.is fórum í ferð út á Reykjanes í Reykjanesbæ nú í lok janúar, til að hitta viðskiptavini. Það er fjölbreytt úrval af veitingastöðum í Reykjanesbæ og aðeins um 45 mín akstur frá höfuðborginni. Veitingastaðir.is mælir með veitingastöðunum Kaffi Duus og Olsen Olsen.