lækjarbrekka bordi
  • Finna veitingastað
  • PóstlistiÞátttakendur á póstlista eiga möguleika á því að vinna gjafabréf á veitingastaði o.fl.

Nafn:
Netfang:
Kyn:
Security:


Skrá  
Kaffivagninn

Kaffivagninn var stofnaður árið 1935 af Bjarna Kristjánssyni og stóð þá á Ellingsenplaninu sem er á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu, á þessum tíma var Kaffivagninn vörubíll með yfirbyggðum palli. Fram yfir stríðsárin var Kaffivagninn í eigu B...

Meira  

Veitingastadir.is

Skráning á veitingastadir.is og restaurants.is


Hvaða staðir eru skráðir á síðuna?

Nær allir veitingastaðir landsins eru skráðir á vefsíðuna. Sumir eru með stærri skráningar - nánari lýsingu, lógó, myndum, hringmyndum og jafnvel myndböndum, aðrir eru skráðir bara með grunnupplýsingum.
Ef þú finnur ekki einhvern veitingastað gæti skýringin verið sú að hann er nýopnaður. Endilega láttu okkur vita af honum. Það er mikil vinna að fylgjast með breytingum á veitingamarkaði og því eru allar ábendingar vel þegnar.
Á síðunni er einnig að finna skemmtilegar uppskriftir, opið álitskerfi og umsagnir sérfræðinga. Þeir sem eru skráðir á póstlista eiga þann kost að vinna gjafabréf á veitingastaði og fleiri vinninga.

Sjá umfjallanir um valda veitingastaði hér


Jólahlaðborð & Jólamatseðlar á fjölda veitingastaða skráðum á síðunni eru hér með verð í kvöld og hádegi og fleiri upplýsingar.

Fréttir og tilboð

Ferðalag og umsagnir m.a. á Facebook
Við höfum verið talsvert á ferðinni í sumar og haust um landið og skráð veitingastaði og skrifað um þá. Núna síðast í nágrenni Flúða einnig á Snæfellsnesi og þar áður á hringveginum o.fl. Á facebook síðu okkar eru margar smá umfjallanir og myndir frá mörgum ofangreindra og annarra staða auk fróðleiks um ferðalög.

Vinning
shafar
Við drógum 5 vinningshafa af póstlistanum okkar. Fyrsti vinningur er 10.000 kr. gjafabréf á veitingarstaðinn Fiskfélagið, Sigurður Freyr Sigurðsson er vinningshafinn. Árni Ingi Garðarsson sem er annar vinningshafi fær gjafabréf frá okkur á Tapas barinn sem dugir sem máltíð fyrir 2 í lok okt. á afmælismatseðli þeirra! Þriðji vinningshafinn sem er Marcus Pettersson getur valið um annað hvort jöklagöngu fyrir 2, með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum eða gjafabréf á Gistiheimilið Skjaldarvík sem er flottur gististaður 6 kílómetra frá Akureyri. Fjórði vinningshafinn sem er tilkynntur á forsíðu visitorsguide.is fær hádegisgjafabréf á Lækjarbrekku.


Nýir staðir og nýlega skráðir veitingastaðir
- Veitingastaðir í Reykjavík:
Frederiksen Ale House, nýr staður í miðborg Reykjavíkur með gott úrval af bjór og góðan hádegismatseðil. Chuck Norris Grill, Laugarvegi 30. Snyrtilegur og skemmtilegur ekta grillstaður með fjölbreyttan matseðil.

Veitingastaðir á landsbyggðinni:
- Suðurland:
Þrastalundur Grímsnesi, gott verð á mat og flott útsýni.
- Austurland:
Skaftfell bistro, Seyðisfirði. Frábær humarpizza sem snæddum þar með heilhveitibotni.
- Norðurland:
Harbour house café, Siglufirði. Sjávaréttastaður við höfnina.
- Vesturland:
Iceland Guesthouse Hvítá, Borgarnesi. Notalegt gistiheimili með frábæran mat og geta tekið við stórum hópum. Hraunsnef Sveitahótel, notalegur staður með fjölbreyttan matseðil. Laxárbakki, flottur staður við þjóðveginn. Hótel Djúpavík, notalegt hótel með góðan veitingastað.


Endilega látið álit ykkar í ljós á þessum stöðum eða öðrum sem hafið snætt á.


Villibráðaseðill á Kol Kitchen & Bar
Veitingastaðurinn Kol býður upp á 5 rétta villibráðarmatseðil til 19. nóv. Villibráðaseðillinn samanstendur af eftirfarandi: Bleikja - Villibráðarsúpa - Hrefnu Tataki - Skosk rjúpa og hreindýrafillet - Pönnukaka Helgu Sigurðar.

Kringlukráin - Hádegisverður, hamingjustund og leikhússeðill
Fjölbreytttur hádegisverðarseðill á góðu verði, verð frá um 1.900 kr. Alla daga á milli kl. 16 og 18 er hamingjustund (e. happy hour) en þá er tveir fyrir einn af drykkjum. Einnig er í boði leikhússeðill á sýningarkvöldum Borgarleikhússins.Villibráðaseðill á Ísafold Bistro - Bar og Spa
Seðillinn er þrírétta og settur saman af meistarakokknum Úlfi Uggasyni, hann verður í boði frá 4.október til 9.nóvember og kostar kr. 8.900.- á mann. Sjá nánari upplýsingar um seðilinn hér.

Fiskfélagið fagnar 5 ára afmæli með nýrri bók
Eftir 5 ára starf hefur veitingastaðurinn fengið frábærar móttökur frá gestum. Þessi ár hafa reynst staðnum og starfsfólki bæði virkilega skemmtileg og stemmingin hefur verið sérlega góð. Afraksturinn og stemmingin hefur nú verið fönguð á einum stað, í nýrri bók sem ber nafnið „Ferðalag um Fiskfélagið“ og er gefin út bæði á íslensku og ensku. Í bókinni er úrval sjávarrétta uppskrifta frá öllum heimshornum. Sendu póst á info@fiskfelagid.is eða hringdu í síma 552-5300, ef þú vilt nánari upplýsingar um bókina.

Sælkera- og villibráðarseðill á Hótel Rangá
Frá 1.október til og með 20.nóvember er boðið upp á 4 rétt Sælkera- og 6 rétta Villibráðarseðil. Villibráðaseðillinn samanstendur af eftirfarandi: Rjómalöguð villibráðasúpa - Bleikja á tvo vegu - Léttreyktur lundi með cumberland sósu og bjórbrauði - Ceviche hörpuskel - Hreindýr og önd með bláberjasósu - Volg Súkkulaðikaka með vanilluís. Verð á mann kr. 15.900.
Sælkeraseðillinn samanstendur af eftirfarandi: Rjómalöguð villibráðarsúpa - Taðreykt bleikja með kryddjurta crumble - Langtímaelduð andarbringa - Appelsínu „sorbet“ með ferskum ávöxtum. Verð á mann kr. 10.400. Sjá nánar hér.

Salir við öll tækifæri
Fjöldi veitingastaða og hótela sem eru skráð á síðunni bjóða uppá sali fyrir veislur eða aðra viðburði. Fjöldi sala er að jafnaði frá c.a. 6-8 manns og allt uppí 450 eins og t.d. á Grand hótel. Dæmi um aðra veitingastaði og hótel sem eru með sali er Strikið - Akureyri,  Tapashúsið og hótel Örk. Athugaðu endilega leitarorðið salur þegar þig vantar upplýsingar um sal fyrir vinahópinn eða vinnustaðinn.

NEYTENDAHORNIР- lof og last:


Lof ....
Fá íslenskir veitingastaðir fyrir að bjóða oft uppá frábærar máltíðir, jafnvel fyrir um 20$ í hádeginu fyrir 2ja rétta, með okkar góða vatni og þjónustugjaldi (tips). Nýleg dæmi eru Lækjarbrekka og Sjávargrillið, sjá smá umfjöllun á Facebook um þær heimsóknir.... Lesa meira

Last ....
Lastið fá olíufélögin, fyrir að á flestum stöðvum er ónóg umhverfisstefna í gangi. Víða er ekkert sér til að henda i) dósum og glerjum í og ii) pappír, heldur er öllu hent í sama dunkinn... Lesa meira

Fylgstu með nýjustu sögunum í NEYTENDAHORNINU eða sendu inn þínar.


Join Us On Facebook

Please Wait 10 Seconds...!!!Skip
kopar 150*200 Booking - Visit Visitors Guide 150 SOS banner