Fréttir, tilboð og umsagnir

Nýir veitingastaðir í bænum o.fl.

Nýir veitingastaðir í bænum o.fl.

Nýir eigendur og vanir menn úr bransanum eru komnir að hinum rótgróna og vinsæla stað Lækjarbrekku. Það eru fyrrum rekstraraðilar Perlunnar sem festu kaup á rekstrinum en Perlan lokaði nú um áramótin með áramótaveislu.  Nýr vínbar Port 9 sem leggur áherslu af frábært úrvali af léttvínum: bio, organic vínum og smáréttum opnaði  fyrir skömmu við Veghúsastíg 9 í porti hjá RR hóteli á Hverfisgötu. Eigandinn er matreiðslumeistarinn Gunnar Páll Rúnarsson, oft kallaður Gunni Palli á Vínbarnum.  Nýtt veit­inga­hús mun opna í Mars­hall­hús­inu úti á Granda væntanlega í febrúar rekið af Leifi Kol­beins­syni sem var á sínum tíma með La Prima­vera en stýr­ir nú öll­um veit­ing­a­rekstri í Hörp­unni ásamt Jóa í Múlakaffi. Veitingastöðum og kaffihúsum á þessu svæði fer fjölgandi. Í húsinu verða á efri hæðum svo bæði Nýlistasafnið og Kling og Bang.
Þá opn­aði veit­inga­húsið Matwerk í lok nóvember á Lauga­vegi 96. Eig­end­ur staðar­ins eru þeir Guðjón Kristjáns­son, mat­reiðslu­meist­ari og Þórður Bachmann, veit­ingamaður. Áhersla verður lögð á ís­lenskt hrá­efni og frum­lega fram­reiðslu í kop­arpott­um og pönn­um.

Fréttir af veitingastöðum með skráningar á síðuna

Fréttir af veitingastöðum með skráningar á síðuna

Einna fréttnæmast er að veitingastaðurinn Sushi Samba skipti um nafn í byrjun janúar og heitir nú Sushi Social.   Veitingastaðurinn Caruso tók nýjan og flottan matseðil í gagnið um miðjan janúar með sínar sígildu áherslur á ítalska og Miðjarðahafsmateiðslu.  Café París við Austurvöll verður lokað fyrstu mánuði ársins og fram í mars vegna endurbóta.
Bikecave sem lítill og ódýr veitingastaður í Skerjafirðinunum er með mikla vegan áherslu í janúar – veganúar með úrval af veganborgurum og þeirra víðfrægu vegan sósur sem þau útbúa sjálf.

 

Happy hour á mörgum góðum stöðum

Happy hour á mörgum góðum stöðum

Meðal staða með góða skráningu hjá okkur sem bjóða uppá hamingjustund og tímasetningar þeirra eru:
Apótekið frá kl. 16 til 18, Forréttabarinn 16 til 19, Hótel 19-19, 16 til 19,
Ísafold 17 til 19, Mar bar frá 18 til 21, Ský Restaurant 17 til 19, Sæta Svínið frá 15 til 18.
Von Mathús, Hafnarfirði frá 16 til 18 og Hver restaurant, Hótel Örk, Hveragerði frá 16 til 18.
Á þessum tíma er stór bjór á verði frá 500-650 kr. og léttvínsglas á kr. 600 til 800, eftir stöðum.