Fréttir og tilboð

Nýir veitingastaðir

Nýir veitingastaðir

Nýr og glæsilegur veitingastaður Matarkjallarinn – Foodcellar hefur opnað í Aðalstræti 2, þar sem Sjávarkjallarinn var eitt sinn. Eigendur eru að hluta til þeir sömu og eiga Fiskifélagið. Veitingastaðurinn Sæta Svínið Hafnarstræti 2 opnaði í vikunni fyrir páska og er meðal annars í eigu Portúgalana Nuno og Bento sem getið hafa sér gott orð í geiranum – sjá góða umsögn hjá okkur á Facebook eftir heimsókn þangað. Nú eru miklar framkvæmdir á jarðhæð JL hússins þar sem veitingastaðurinn Bazaar opnaði nýverið. Á hæðunum fyrir ofan verður Oddsson sem er blanda af hosteli og hóteli.
Á Höfn í Hornafirði opnaði veitingastaðurinn Pakkhúsið um miðjan apríl eftir miklar endurbætur.

Þrír vinningshafar

Þrír vinningshafar

Við drógum þrjá vinningshafa af póstlista. Fyrsti vinningshafinn er Svala Sigurðardóttir sem hlýtur frá okkur 10.000 kr. gjafabréf á Austur Indíafjélagið. Annar vinningshafinn er Rúna Baldvinsdóttir sem fær gjafabréf á Argentínu steikhús. Þriðji vinningshafinn fær gjafabréf á Lækjarbrekku og hann er tilkynntur á Facebook síðunni okkar.

Argentína Steikhús

Argentína Steikhús

“ Góð steik er okkar fag, Argentína Steikhús „, það er leiðarljósið á þeim rótgróna veitingastað, sem býður upp á glæsilega forrétti, eftirrétti og frábæran 4ra rétta matseðil sem er endurnýjaður reglulega.

Umsagnir um staði

Ferð um Norðurland

Ferð um Norðurland

Við fórum í ferð norður í land í byrjun nóvember, þar sem bókinni okkar var dreift og að hitta viðskiptavini.  Við skrifuðum umsagnir um marga veitingastaði, kaffihús, hótel o.fl. á Facebook síðuna staðir á Akureyri, Siglufirði, Hvammstanga o.fl. sem þú getur skoðað .....
Kaffi Krús, Selfossi

Kaffi Krús, Selfossi

Í hjarta bæjarins að Austurgötu 7, er Kaffi Krús, einstaklega hlýlegt kaffihús og veitingastaður á tveimur hæðum. Húsið sem í dag hýsir Kaffi Krús var byggt árið 1931, þegar Selfossbær var í örum vexti. Húsið var lengi íbúðarhús en frá árinu 1992 þegar Kaffi Krús opnaði dyr sínar fyrst fyrir matargestum hefur .....
Norðurland Akureyri, Húsavík og fleira

Norðurland Akureyri, Húsavík og fleira

Við fórum í ferð norður í land frá fimmtudegi til sunnudags undir lok júní, þar sem bókinni okkar var dreift á enn fleiri staði en R3 dreifing dreifingarfyrirtæki okkar á landsbyggðinni dreifir. Einnig til að hitta nokkra viðskiptavini og hitta nokkra vænlega. Síðast en ekki síst til að taka út nokkra veitingastaði fyrir .....