Fréttir og tilboð

Nýr staður Casa Grande

Nýr staður Casa Grande

Hefur opnað við gömlu höfnina, þar sem áður var Tapashúsið. Sömu traustu eigendurnir að þessum stað sem er með skemmtilegar suðrænar áherslur. Meðal annars boðið uppá Miðjarðarhafs-rétti og pizzur í flottum húsakynnum.

Sushi á Fiskfélaginu í hádeginu

Sushi á Fiskfélaginu í hádeginu

Í boði er þrjár mismunandi tegundir af af sushi á þessum flotta stað í miðbænum, verð frá aðeins um 2.000 krónum á mann.
Staðurinn er kominn með nýja og glæsilega vefsíðu sjá www.fiskfelagid.is.

Torfan líka opin í hádeginu

Torfan líka opin í hádeginu

Nú er einnig hægt að fara á einn af fínni veitingastöðum bæjarins í hádeginu. Í hádeginu er frönsk matreiðsla, og fjölbreytt úrval rétta í boði t,d sjávarréttasúpa, kjúklingalæri ratatouilli, laxasalat og bleikja svo fáein dæmi séu tekin, sjá nánar hér.

Aðrir nýir veitingastaðir

Aðrir nýir veitingastaðir

Bergsson mathús opnaði í maí í húsnæði Sjávarklasans á Grandagarði 16 en fyrir er staðurinn í Templarasundi. taðurinn heitir Verbúð 11 og býður einkum uppá fiskrétti. Veitingastaðurinn Matur og Drykkur opnaði í vor úti á Granda sá er í sama húsi og Sögusafnið. Svo hefur veitingastaðurinn Grillhúsið sem er mörgum af góðu kunnur í Reykjavík nú einnig opnaði útibú í Borgarnesi. Þar eru í boði hamborgarar, steikur, fiskur og margt fleira. Nýjasti veitingastaðurinn í bænum er svo Haust sem er staðsettur í nýja Fosshótelinu í Þórunnartúni.

Umsagnir um staði

Kaffi Krús, Selfossi

Kaffi Krús, Selfossi

Í hjarta bæjarins að Austurgötu 7, er Kaffi Krús, einstaklega hlýlegt kaffihús og veitingastaður á tveimur hæðum. Húsið sem í dag hýsir Kaffi Krús var byggt árið 1931, þegar Selfossbær var í örum vexti. Húsið var lengi [.....]
Norðurland Akureyri, Húsavík og fleira

Norðurland Akureyri, Húsavík og fleira

Við fórum í ferð norður í land frá fimmtudegi til sunnudags undir lok júní, þar sem bókinni okkar var dreift á enn fleiri staði en R3 dreifing dreifingarfyrirtæki okkar á landsbyggðinni dreifir. Einnig til að hitta nokkra [.....]