lækjarbrekka bordi
sushi-samba-mojito-825x150
  • Finna veitingastað
  • PóstlistiÞátttakendur á póstlista eiga möguleika á því að vinna gjafabréf á veitingastaði o.fl.

Nafn:
Netfang:
Kyn:
Security:


Skrá  
Fjöruborðið

Hefurðu fetað svartan sandin í fjöru Stokkseyrar? Látið heillast af hvítfyssandi öldunum úti við sjóndeildarhringinn og látið silfurlitað gjálfur fjöruborðsins elta þig og tæla. Undir blábleikum himninum sem speglast í vatninu, þessu yfirborði se...

Meira  

Veitingastadir.is

Skráning á veitingastadir.is og restaurants.is


Hvaða staðir eru skráðir á síðuna?

Nær allir veitingastaðir landsins eru skráðir á vefsíðuna. Sumir eru með stærri skráningar - nánari lýsingu, lógó, myndum, hringmyndum og jafnvel myndböndum, aðrir eru skráðir bara með grunnupplýsingum.
Ef þú finnur ekki einhvern veitingastað gæti skýringin verið sú að hann er nýopnaður. Endilega láttu okkur vita af honum. Það er mikil vinna að fylgjast með breytingum á veitingamarkaði og því eru allar ábendingar vel þegnar.
Á síðunni er einnig að finna skemmtilegar uppskriftir, opið álitskerfi og umsagnir sérfræðinga. Þeir sem eru skráðir á póstlista eiga þann kost að vinna gjafabréf á veitingastaði og fleiri vinninga.

Sjá umfjallanir um valda veitingastaði hér

Fréttir og tilboð

Vinningshafar
Þrír vinningshafar voru dregnir núna af póstlista. Fyrsti vinningur er val um annað hvort jöklagöngu fyrir 2, með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum eða gjafabréf á veitingastað. Sóley Dögg Hafbergsdóttir er vinningshafinn. Annar vinngshafinn er Katrín Huld sem fær gjafabréf frá Sushi samba. Þriðji vinningur er hádegisgjafabréf á Lækjarbrekku, nafn viðkomandi er á Facebook síðunni okkar.

Nýir staðir og nýlega skráðir veitingastaðir
Veitingastaðir í Reykjavík:
Forréttabarinn, Nýlendugötu 14. Öðruvísi staður, rétt við gömlu höfnina nýir eigendur sem meðal annars áttu áður Fjöruborðið Stokkseyri. Bar í vestari hluta hússins. Veitingstaðurinn 1919, Pósthússtræti 2. Góður staður í hjarta miðbæjarins og flottur bar í sömu húsakynnum. Ísafold Bistro, nýr og spennandi staður í CenterHotel Þingholti í Þingholtsstræti 3-5. SKY Lounge & Bar, á efstu hæð CenterHotel Arnarhvoli í Ingólfsstræti 1.

Veitingastaðir á landsbyggðinni:
Kaffi Krús og Tryggvaskáli Restaurant, Selfossi. Múlaberg bistro & bar, Akureyri. Einsi Kaldi, Vestmanneyjum.

Endilega látið álit ykkar í ljós á þessum stöðum eða öðrum sem hafið snætt á.


Tapashúsið við gömlu höfnina - Surf and Turf
Flott tilboð á þessum fjögurra rétta seðli. Hægelduð bleikja - Humar salat - Grilluð nautalund m. humri, frönskum, bernaise og sveppum og svo loks, - lakkrís Tiramisu. Svo sannarlega spennandi seðill á þessum skemmtilega stað og verð á þessu tilboði er aðeins 5,490.

Opnunartími yfir páskana
Páskarnir er rétt handan við hornið og upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur tekið saman lista yfir opnunartíma ýmsa þjónustu um páskana. Margir veitingastaðir, söfn, bláa lónið, fjölskyldu og húsdýragarðurinn, laugardalslaug, árbæjarlaug o.fl. staðir eru opnir í kringum páskana. Sjá nánari upplýsingar um opnunartíma hér.
Einnig eru upplýsingar um opnunartíma skemmtistaða er hér.

Páskafjör á Strikinu Akureyri
Veglegur 4 rétta matseðill sem inniheldur páskaskel í eftirrétt og þú gætir verið heppinn og unnið 20 þúsund króna gjafbréf á Strikið eða Bryggjuna. Á föstudaginn langa koma meðlimir í Skonrokk og taka lagið. Á laugardag og sunnudag koma Svenni Þór og Kristján Örvars og spila ljúfa tóna fyrir matargesti. Það er svo sannarlega páskastuð framundan á Strikinu, staður sem við hjá Veit.is höfum góða reynslu af.

Veisluþjónusta Tapas
Veisluþjónustan hentar frábærlega við hvaða tilefni sem er hvort sem það eru fermingar, skírnarveislur, afmæli eða jafnvel brúðkaup. Meðal vinsælu snittana má meðal annars nefna Tapassnitta með djúpsteiktum humar og alioli, Tapassnitta með serrano skinku melónu og piparrót, með reyktum laxi og eggjum royal, með nautacarpaccio og balsamic, með andabringu og með kjúkling middle east. Litlu hamborgararnir "Bocadillo hamburguesa" slá yfirleitt í gegn veislunum þeirra. Það þekkjum við af eigin raun hjá Veitingastadir.is sem og almennt hvað tapasveislur koma fólki á óvart fyrir gæði og fjölbreytileika. Annað vinsælt eru tapas í boxi og hið ótrúlega lamb í lakkrís er að slá í gegn. Svo er tapas á spjótum sígilt og henta mjög vel við öll tækifæri:).

Mojito Fiesta á Sushi samba á fimmtudögum - fjórir eru fjör
Sushi samba er komið í bullandi sumarskap og allir fimmtudagar eru Mojito dagar. Á Mojito Fiesta bakkanum eru 4 tegundir af ísköldum og svalandi mini Mojito á 2.990 kr. Smakkaðu vinsælustu Mojito Sushi Samba, sjóðheitan Chilli Mojito, seiðandi Mango Mojito, svalandi hindberja- og jarðaberja Mojito og þann Classíska. Allt á einum bakka og tilvalið til að deila. Það er því um að gera að skella sér á Sushi samba á fimmdögum á Mojito Fiesta til að koma sér í sumargírinn.

Matreiðslumaður Norðurlanda - Sigurmatseðillinn á Lava Bláa Lóninu
Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumeistari hjá Bláa Lóninu, sigraði nýverið í keppninni um matreiðslumann Norðurlanda. Lava veitingastaður í Bláa Lóninu býður einstakt tækifæri á að njóta sigurmatseðilsins á föstudögum og laugardögum í apríl. Réttirnir eru ekki á almennum matseðli. Matseðillinn er Forréttur: Hægeldaður þorskhnakki og léttreykt humarsalat, epli, dill, seljurót og piklaður laukur. Aðalréttur: Steiktur nautahryggsvöði og nautakinn jarðskokkar, morellur, ofnbökuð gulrót, portvínsgljái. Eftirréttur: Trönuber, marsípan og lífrænt dökkt súkkulaði, sítróna, heslihnetur, marens. Verð: 8.900 kr. á mann. Innifalið er boðskort í Bláa Lónið auk matseðilsins. Borð þarf að bóka fyrirfram í síma 420 8800 eða með því að senda tölvupóst á sales@bluelagoon.is. Athugið að tilboðið gildir aðeins eftir kl. 17:00 föstudaga og laugardaga í apríl þ.e. þann 11. og 12. apríl & 18. og 19. apríl & 25. & 26. apríl.

Fiskfélagið - Opið í hádegi 11:30 - 14:30 (mánudaga - föstudaga)
Góðir og léttir hádegisréttir í boði á Fiskfélaginu, sushi, súpa og salöt. Sem dæmi kostar 14 bita sushi í hádeginu undir 2.000 krónur á þessum flotta veitingastað!


Salir við öll tækifæri
Fjöldi veitingastaða og hótela sem eru skráð á síðunni bjóða uppá sali fyrir veislur eða aðra viðburði. Fjöldi sala er að jafnaði frá c.a. 6-8 manns og allt uppí 450 eins og t.d. á Grand hótel. Dæmi um aðra veitingastaði og hótel sem eru með sali er Strikið - Akureyri,  Tapashúsið og hótel Örk. Athugaðu endilega leitarorðið salur þegar þig vantar upplýsingar um sal fyrir vinahópinn eða vinnustaðinn.

NEYTENDAHORNIР- lof og last:


Lof ....
Fá íslenskir veitingastaðir fyrir að bjóða oft uppá frábærar máltíðir, jafnvel fyrir um 20$ í hádeginu fyrir 2ja rétta, með okkar góða vatni og þjónustugjaldi (tips). Nýleg dæmi eru Lækjarbrekka og Sjávargrillið, sjá smá umfjöllun á Facebook um þær heimsóknir.... Lesa meira

Last ....
Lastið fá olíufélögin, fyrir að á flestum stöðvum er ónóg umhverfisstefna í gangi. Víða er ekkert sér til að henda i) dósum og glerjum í og ii) pappír, heldur er öllu hent í sama dunkinn... Lesa meira

Fylgstu með nýjustu sögunum í NEYTENDAHORNINU eða sendu inn þínar.


Booking - Visit isafold-banner-150x100 Visitors Guide 150 SOS banner