Um staðinn
Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir stendur á bökkum hins mikla og fagra Lagarfljóts við Egilsstaði og er þannig miðsvæðis á Austurlandi. Hótelið liggur vel við samgöngum í lofti, á láði og legi og er t.d. aðeins klukkustundarlöng ferð flugleiðis milli Reykjavíkur og Egilsstaðaflugvallar, en hótelið er þar skammt frá. Það er einnig upplagt sem miðpunktur ferða um austurhluta Íslands, allt frá hálendi til strandar.
Á hótelinu er vandaður og framsækinn veitingastaður, Eldhúsið Restaurant, sem hefur bæði séríslenska og alþjóðlega matargerð á boðstólum. Þjónustan er persónuleg og hráefnið í matargerðina ferskt, staðbundið og af bestu fáanlegu gæðum sem völ er á hverju sinni.
Veitingastaðurinn tekur allt að 120 manns. Í fallegum, gullaldar- fundarsal í kjallara eru sæti fyrir allt að 30 manns að auki.
Hjá okkur eru metnaður og alúð megineinkenni Eldhússins; líkt og hótelið sjálft er matargerð þess sprottin úr traustum hefðum, en hráefnin gjarnan sett í nýtt samhengi svo útkoman verður eftirm
Upplýsingar
Já
3.000 kr - 4.500 kr, > 4.500 kr,
3
20-120
Nei
Já
Ágætis matur þegar snæddi þar f. nokkrum árum.