Nú segjum við frá 2 fyrir 1 á MONKEYS, KOL, MATARKJALLARANUM, HÓTEL ÖRK – HVER O.FL.
Sjá árlegu síðuna okkar með upplýsingar um JÓLASEÐLA, jólahlaðborð o.fl. á fjölda veitingastaða hér (stundum þarf að tvísmella á linkinn)

SALIR OG HÓPAR
Upplýsingar um FJÖLDA SALA á mörgum stöðum og hve stóra hópa þeir taka sjá hér
Á FACEBOOK skrifum við umfjallanir um Veitingastaði. Fréttir sem geta gefið þér hugmyndir um staði til að heimsækja. Einnig skrifum við stundum um Neytendamál.
CENTERHOTEL – JÖRGENSEN BAR & KITCHEN, við Hlemm. Tveir fyrir einn, og lifandi djass
Tveir fyrir einn tilboð í hádeginu mánudag til föstudags. Við hjá Veitingastadir.is förum reglulega og getum heilshugar mælt með staðnum. Vítt til veggja þar og næg bílastæði.
Happy Hour alla daga frá kl. 16-18, gott verð m.a. stór á kr. 950 og léttvínsglas á kr. 1.200. Á Fimmtudögum frá kl. 16-20 er hamingjustund og þá er frá kl. 18-20, lifandi djassmúsík og 20% afsláttur af barseðli. Enginn aðgangseyrir :).
Gott verð víða Í HÁDEGINU
Upplýsingar um hádegisverð á Jörgenssen, á Kol, Matarkjallaranum, Monkeys, Caruso, Íslenska barnum, Indó-Italian og á fleiri stöðum eru hér.
HEREFORD – Þriggja rétta tilboð gott verð
Humarsúpa að hætti Hereford í forrétt svo – 200 gr. nautalund borin fram með pönnusteiktu grænmeti og bakaðri kartöflu og volg súkkulaðikaka með ís og berjum i eftirrétt. Verð er kr. 9.500.
Einnig þriggja rétta íslenskur seðill kr. 8.500, m.a. reyktur lundi og hrefna. Nú er í boði hjá þeim villibráðarmatseðill sjá upplýsingar á jólamatseðlasíðunni okkar.
Við hjá Veitingastadir.is höfum prófað þennan seðil og getum sannarlega mælt með honum.
CARUSO – Þriggja rétta tilboð með vali

Tilboð sem gildir alla daga vikunnar á þessum rótgróna og vinsæla stað. Val á milli þriggja forrétta, aðalrétta og eftirrétta. Verð er aðeins kr. 9.890.
Hægt er að velja td. humarsúpu, nautalund og crème brúlei á þessu góða verði :).
SHALIMAR, Austurstræti – Þriggja rétta veisla
Pakistanskur – Indverskur staður í hjarta miðbæjarins. Nokkrir þriggja rétta seðlar í boði frá kr. 6.500. Þar má nefna „Set menu – 2“. Í honum er í forrétt kjúklinga samósur. Aðalréttir eru butter Chicken í mildri smjör- og rjómablöndu & Lamb jalfrezi með papriku, lauk og tómötum í masala. Hrísgrjón, naan brauð og fleira fylgir með. Eftirréttur er svo shahi kheer – sem er ljúfur hrísgrjónagrautur með mjólk og rjóma.
Verð er aðeins kr. 7.990. Hádegistilboð eru í boði frá kr. 2.600.










