Umsögn: Forréttabarinn

„Einstaklega góð þjónusta og frábærir réttir.“ 4. janúar 2024

Forréttabarinn – Eitt besta VIRÐI fyrir peninginn!

Hægt er að velja um tvær staðsetningar á Forréttabarnum „boltamegin“ með íþróttaskjá eða í stærri og rólegri aðal salnum sem við völdum.

Góð tónlist tók á móti okkur og skapaði þægilegt andrúmsloft 🙏.

Eigandi staðarins þjónaði til borðs og ræddi við gesti og miðlaði af mjög góðri vín þekkingu en slíku er víða ábótavant, þ.m.t. um lífræn vín.

Gott úrval er af bjór bæði með og án áfengis. Annað til fyrirmyndar voru les gleraugu fyrir viðskiptavini 🤓.

Forréttabarinn

Við völdum þriggja rétta jólaseðilinn (jólaforréttaplatti – önd og eftirréttir) og fjögurra rétta vegan seðil, sá er í boði allt árið.

Réttirnir á plattanum voru hver öðrum betri síld, reyktur lax og hina klassísku humarsúpu staðarins, einnig maís súpu sem hluta af vegan seðli. Jafnframt frábæran mini hreindýra borgarara og svo öndina sem aðalrétt 😘.

Forréttabarinn jólaseðill
Forréttabarinn maíssúpa

Vegan seðillin kom skemmtilega á óvart og er mun betri en gengur og gerist. Þar skaraði framúr frábært vegan créme brúlée með kókos. Súkkilaðikaka með jólaseðlinum var jafnframt mjög góð.

Forréttabarinn önd
Í heildina var þjónustan einstaklega góð og natin og seðilinn er án efa eitt besta VIRÐIÐ fyrir peninginn af jólamatseðlum veitingastaða 👍. Sama má segja um samsetta matseðla sem eru í boði allt árið á Forréttabarnum með smáréttum (tapas). Verð er t.d. talsvert lægra en hjá nágrannanum Tapas barnum.
Forréttabarinn veganseðill

Verð:
3 rétta jólaseðill 8.950 kr.
(einnig hægt að fá réttina staka)
Forréttaplatti 3.750 kr. sá er hluti jólaseðils.
Jólaönd confit 4.750 kr.
4 rétta vegan seðill 6.950 kr.

Segðu okkur þína skoðun á Facebook

Forréttabarinn jólaseðill

Farðu á síðuna

Facebook Comments