Vefsíðurnar veitingastadir.is og restaurants.is fóru í loftið í ágúst 2006. Þetta eru spennandi vefmiðlar sem innihalda upplýsingar um nær alla veitingastaði á Íslandi og gera notendum kleift að leita í þessum lista af veitingastöðum á fljótlegan og þægilegan hátt. Að jafnaði eru þetta traustir og góðir veitingstaðir sem eru í traustu eignarhaldi. Ef að svo gerist að einhver veitingastaður finnst ekki, getur skyringin verið sú að hann er nýopnaður, einnig kemur fyrir að við skráum ekki staði sem sífellt eru að skipta um eignarhald og kennitölur.
- Veitingastadir.is er ætluð sem heildarlausn fyrir Íslendinga, bæði einstaklinga og fyrirtæki, í leit að góðum matsölustað.
- Restaurants.is er ætluð ferðaskrifstofum, erlendum ferðamönnum og útlendingum búsettum á Íslandi í leit að matsölustað.
Síðurnar voru hannaðar með það að leiðarljósi að auðvelt væri að finna veitingastaði við hæfi hvers og eins. Notendur geta leitað og flokkað leitarniðurstöður eftir tegund staðar, matargerð, staðsetningu, verði og ýmsum aukavalkostum. Til dæmis er hægt að leita eftir stöðum sem bjóða uppá heimsendingu og/ eða “take-away”. Sérstklega eru merktir staðir sem eru með matseðla á netinu, matseðla á ensku eða borðapantanir í á heimasíðu.
Á síðunum er opið álitskerfi þar sem notendur geta komið á framfæri áliti sínu á veitingastöðum byggðu á eigin reynslu. Þetta gerir öðrum notendum auðveldara að velja þá veitingastaði sem eru að fá góðar umsagnir frá notendum. Einnig er hægt að skoðaskemmtilegar uppskriftir á íslensku sem og á ensku, lesa umsagnir sérfræðinga og skoða myndir frá veitingastöðum svo lítið eitt sé nefnt. Þeir sem skráðir eru á póstlista hjá okkur eiga þess kost að vinna gjafabréf á veitingastaði og fleiri vinninga.