Matarskammtur 4
Tími 20 mínútur
Erfiðleikastig Auðvelt
HráefniSúkkulaðimús
- 1/2 L stífþeyttur rjómi.
- 400 gr suðusúkkulaði.
- 100 gr. smjör.
- 4 stk egg.
Matreiðsla
- Súkkulaðið og smjör brætt í vatnsbaði.
- Egginn sett útí eitt í einu.
- Rjómanum bætt við og öllu hrært saman með sleif.
- Passið að halda hitastigi nægu svo að súkkulaðið harni ekki og þó ekki of heitu svo að það sjóði ekki.
- Má bragðbæta með Amaretto, Grand Marnier ofl. líkjörum.
Facebook Comments