
Matarskammtur 4
Tími 30 mínútur
Erfiðleikastig Miðlungs
Blaðlauksmauksúpa með hörpuskel og kavíar rjóma.
Þessi súpa var í 1. sæti í súpukeppni Knorr árið 1997.Blaðlauksmauksúpa
Hráefni
- 400 gr. blaðlaukur, fínt skorinn.
- 200 gr. laukur, fínt skorinn.
- 50 gr. smjör.
- 200 gr. kartöflur, fínt skornar.
- 900 ml. vatn.
- 1 tsk Knorr fiskikraftur.
- 1 tsk Knorr hænsnakraftur.
- 100 ml. rjómi.
- Salt & pipar.
Skreyting
- 12 stk. hörpuskelfiskur.
- 4 msk. rauður kavíar.
- 4 msk. stífþeyttur rjómi.
Aðferð
- Laukurinn og blaðlaukurinn er svitaður í smjöri.
- Kartöflunum bætt út í.
- Vatni og krafti bætt út í og soðið í 10 min.
- Rjóminn settur út í og soðið í 2 min. til viðbótar.
- Blöndunni er síðan sett í matvinnsluvél og maukað og sigtað.
- Smakkað til með salti og pipar.
- Hörpuskelinni er steikt á pönnu.
- Rjómanum og kavíarnum er blandað varlega saman.
- Súpunni er hellt á diska, skreytt með 3 hörpuskelfiskum, rjóminn mótaður með 2 skeiðum og settur í miðjunni, djúpsteikti blaðlaukurinn settur ofan á rjómann.
- Best er að nota einungis græna hlutann af blaðlauknum, því að súpan fær þá fallegan grænan lit, en nátturúlega má nota allan blaðlaukinn, eini munurinn er að súpan verður ljósari.