ÚTI Á LANDI – MATUR OG GISTING
Fréttir af stöðum úti á landi eru nú á sérsíðu – sem sér frétt hjá okkur. Við fórum í sumar í hringferð þar sem við komum við á mörgum hótelum og gististöðum á hringveginum og rúmlega það. Þessari ferð var gerð skil vel á 📸á FACEBOOK

en þar skrifum við mikið fréttir og umfjallanir un ferðir út á land, sem geta gefið þér hugmyndir um staði til að heimsækja að vetri sem að sumri til. Vinir eru nærri 18 þúsund.
Meðal staða og skrifa í sumar er ferð um Borgarfjörð og á Reykjanes. Einnig Á Akureyri, Siglufjörð, Húsavík, Norð Austurland, Vopnafjörður, Austurland og Suðurland frá Höfn til Hellu. Upplýsingar þar geta gefið þér vísbendingar um staði fyrir mat og gistingu.
Víða eru í boði góð tilboð fyrir mat og gistingu. Þar má fyrst nefna viðskiptavin okkar til fjölda ára,
SUÐURLAND – HÓTEL ÖRK, Hveragerði – HVER veitingastaður 2f1 af mat o.fl.
Þar er boðið uppá Sveitasælu í rómantík – sem er gisting fyrir tvo í superior herbergi, með morgunverðar hlaðborði og þriggja rétta kvöldverði á HVER veitingastað. Val er um rétti af matseðli, á kr. 49.900. Aukanótt á kr. 25.900.- (Tvöföld sveitasæla). Ýmis önnur tilboð í gangi, Sjá nánar hér.
Þá er í boði með símatilboði tveir fyrir einn með Nova á Hver veitingastað frá mánudags til fimmtudagskvölds kl. 18 til 20.
Einnig fylgir með í tilboði í Sveitasælu:
-endurgjaldslaus aðgangur að stórri og góðri sundlaug,
-hvera gufubaði og tveimur góðum pottum,
-afþreyingar herbergi (borðtennis, pool borð, pílukasti, o.fl.).
— Að ógleymdri þeirri afar góðu orku sem er í Hveragerði!.
Við hjá Veitingastadir.is, höfum oft gist á hótelinu og getum heilshugar mælt með því – og þessum afar góða þriggja rétta seðli, ekki síst þar sem þú getur valið á milli allra rétta á matseðli.
– NORÐURLAND – AKUREYRI o.fl.
Á AKUREYRI og í næsta nágrenni eru 25 staðir skráðir á síðunam en í bænum eru hátt í 40 staðir alls, – sjá lista HÉR:
Sá nýjasti sem bættist við er Presley bar og grill en einnig á Húsavík Hlöðufell – staður sem kemur á óvart meðal annars með góðu sushi. Við skrifuðum einnig á Akureyri um; Centrum Bar og Kitchen, Sykurverk, hinn klassíska Thailenska stað Krua Siam.
Einnig hótel Norðurljós á Raufarhöfn flott hótel með útsýni yfir höfnina. Raufarhöfn er aðeins utan alfaraleiðar en staður sem hægt er að mæla með einkum ef vel viðrar þó ekki væri nema til að skoða hið tilkomumikla Heimskautagerði.
– VESTURLAND – MATUR OG GISTING
Facebook færslan okkar þar er um Borgarfjörð meðal annars Kraumu böðin þar sem líka er veitingastaður.
Hér eru upplýsingar um nokkra staði á Vesturlandi.
🥗 Hraunfossar veitingahús, skammt frá Bifröst
Opið til kl. 19 daglega og boðið er upp á hlaðborð með þremur valmöguleikum í hádeginu og til kl. 16. Eftir það er à la carte með ljúffengum réttum af matseðli. Næstum allt hráefni er heimagert eða kemur úr nærumhverfinu. Gott verð og valkostir fyrir þá sem eru vegan eða með ofnæmi. Einnig er minjagripaverslun og listmunir frá heimafólki til sölu.
🎶 Hótel Flatey – Sumarhátíð / Tónleikaröð
Sjarmerandi hótel og veitingastaður á Breiðafirði. Frábær tónleikaröð í sumar þar sem frítt er inn. Meðal flytjenda eru Valdimar, Diddú, Helgi Björns og Bubbi. Sjá nánar hér.
Á INSTAGRAM skrifum við á ensku og þar mest um ferðalög, bæði innanlands og erlendis, en stundum
með áherslu á mat. Fylgjendur eru nærri 14 þúsund.
Ábyrgðarmaður og aðal skrifari Hákon Þór Sindrason, Viðskiptafræðingur – Rekstrarhagfræðingur – Ráðgjafi. Framkvæmdastjóri NETID ráðgjöf og Veitingastadir.is
Easter Egg background by Vecteezy

