Krauma náttúrulaugar

Heimsótt 558 sinnum, 1 Heimsóknir í dag

Deildartunguhver, 320 Reykholt

https://www.krauma.is/

555 6066

Staðsetning á korti

Krauma náttúrulaugar er frábær staður til að taka á móti hópum og einstaklingum. Krauma er við Deildartunguhver sem er vatnsmesti Hver í Evrópu, kraumandi hverinn spúir upp um 180 lítrum af 100°C af heitu vatni pr sekúndu.

Krauma náttúrulaugar eru sex talsins, fimm heitar og ein köld, og vatnið er mjög steinefnaríkt. Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn beint úr Deildartunguhver sem er kælt er niður með varmaskiptum. Í laugunum er því eingöngu Hveravatn. Náttúrulaugarnar eru með missmunandi heitu vatni frá 37°C til 43°C kaldi potturinn er 5-6°C. Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu vatnsrennslil í laugarnar. Á baðsvæðinu eru gestum í boði að dvelja í hvíldarherbergi, Infrarauðum klefa og vatnsgufubaði. Í hvíldarherbereginu er að finna þægilega legubekki þar sem gestir slaka á við ljúfa slökunnartónlist og snark frá arineldi.  Í Infrauða klefanum er IR orka sem gefur af sér þægilegan hita, sem nær djúpt inn í líkamann, útvíkkar æðar, örvar blóðrásina, losar um spennu og róar líkamann. Í gufubaðinu er heitu vatn frá Deildartunguhver sprautað undir bekkina.

Veitingastaður Krauma  rúmar 60 manns í sæti og er lögð áhersla á ferskt hráefni úr héraði. Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil ásamt kaffi og meðlæti.

Viðskiptavinur getur pantað fyrir hópa, bæði fyrir baðsvæði og veitingastað á krauma@krauma.is.  Viðskiptavinur getur keypt fjöldaaðgang að Náttúrubaðstaðnum Krauma. Viðskiptavinur setur upp „sölupakka“ þar sem baðstaðurinn er sem hluti af pakkaferð og kynnir hann á heimasíðu, bækling eða öðrum „social“ miðli. Viðskiptavinur getur einnig selt aðgang beint til einstakra viðskiptavina sinna eða óbeint í gegnum þriðja aðila. Einnig er í boði hópatilboð á veitingastaðnum, ásamt baðslopp, baðfötum og handklæði á baðstað. Viðskiptavinum er boðið að kaupa bjór, léttvín, freyðivin og óáfenga drykki út á baðsvæðið.

Sendið okkur póst til að fá verð í hópinn þinn.

Nálægir staðir til að skoða sem eru í umhverfi Krauma eru Tröllafossar, Hraunfossar, Barnafossar, Glanni, Paradísarlaut, Grábrók, sögusafnið Reykholt í Borgarfirði, The cave Vidgelmir og Into the Glacier the Glacier. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á Snæfellsnesi er við Borgarfjörð sem er með fallega náttúru, landslag og dýralíf. Áhugaverðir staðir á Snæfellsnesi eru Djúpalónssandur, Lónadragar, Saxhóll, Snæfellsjökull, Vatnshellar, Svalþúfa og Þúfubjarg.  Á Snæfellsnesi er einnig mest myndaða fjall Íslands Kirkjufell.

 

Facebook Comments

3.000 kr - 4.500 kr,

Nei

Bæta við áliti

Your Rating for this listing:

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.