Matarskammtur 6
Tími 25 mínútur
Erfiðleikastig Auðvelt
Góðar súkkulaðibitakökur, passa best með ískaldri mjólk.
Hráefni
- 2 1/2 dl hveiti.
- 1 1/2 tsk. lyftiduft.
- 1/4 tsk. salt.
- 60 g mjúkt smjör.
- 62,5 ml grænmetisolía (rúml. hálfur dl.).
- 1 1/4 dl púðursykur.
- 1 1/4 dl strásykur.
- 1 egg.
- 3/4 tsk. vanilludropar.
- 150 g suðusúkkulaði.
Matreiðsla
- Stillið ofninn á 180°C.
- Klæðið tvær bökunarplötur með bökunarpappír.
- Setjið hveiti, lyftiduft og salt í skál. Hrærið. Geymið.
- Þeytið saman með handþeytara í aðra skál: smjör, grænmetisolíu, púðursykur og strásykur.
- Setjið eggið og vanilludropana saman við. Þeytið áfram.
- Setjið hveitiblönduna saman við „eggjahræruna“ með sleikju. Hrærið varlega með sleikjunni en ekki of lengi.
- Saxið súkkulaðið og hrærið varlega saman við deigið.
- Raðið litlum skömmtum (ein teskeið) af deiginu á plöturnar, hafið tæpa 4 cm. á milli næstu köku.
- Bakið í 12-14 mínútur.
- Látið kólna og njótið!
Facebook Comments