Umsögn: Íslenski barinn

„Góð upplifun og gott virði fyrir peninginn.“ 5. janúar 2024

Íslenski barinn ★ ????á????íð???????? ????????????????????????????ö???? ???????? ????ó???????????????????????????????? ★ Vel úti látinn klassískur jólaplatti (kr. 4.950), sem er tilvalið að deila og hátíðar hangikjöt (kr. 3.950).

Íslenski barinn jólaplatti

Jólaandinn greip okkur strax við komu með fjölbreyttri og grípandi jólatónlist, heimilslegu andrúmslofti og jólailm ????. Plattinn var fallega framsettur hlaðinn þjóðlegum kræsingum, s.s. hreindýrabollum, reyktum laxi, jólasíld, hangikjöti, o.fl. ????. Síldin stóð upp úr annað var í meðallagi gott í ár, þar með talið hátíðar hangikjötið.

Íslenski barinn salat
Íslenski barinn hangikjöt

Fyrir þá sem síður vilja (þungan) jólamat má benda á humar- og ostasalatið, vel útilátið og bragðgott. Framkvæmdastjórinn hefði þó eins og oft á veitingastöðum, viljað bæta við pipar og balsam ediki. Í heildina var upplifunin góð. Einna mikilvægast er maturinn er betra virði fyrir peninginn en gengur og gerist. Sama má segja um ala carte matseðilinn með t.d. fisk dagsins bæði í hádegi og að kvöldi ????.

Íslenski barinn þjónusta

Segðu okkur þína skoðun á Facebook

Farðu á síðuna