Í huggulegu nýuppgerðu timburhúsi svokölluðu Zimsen húsi við gömlu Reykjavíkurhöfn opnaði veitingstaðurinnTapashúsið í október. Staðurinn er á tveimur hæðum og stærri og rúmbetri en maður hefði kannski áætlað. Neðri hæðin er látlaus og huggulega innréttuð og mjög skemmtilegt útsýni er yfir sjóin og höfnina úr öðrum endanum.
Við fórum 2 á dögunum á miðvikudagskvöldi frá Veitingastadir.is og heimsóttum staðinn og sátum á efri hæðinni og völdum svokallaða „Tívolíveislu“ sem samanstóð af alls 7 réttum nokkrum forréttum, tveimur aðalréttum og eftirrétt. Í forrétt var boðið upp á afar bragðgóðan, léttdjúpsteiktan humar, spænska pylsu í brauði sambærilega við „eina með öllu“, bruchettu með smokkfisk og serrano-skinku. Pylsan sem var bragðgóð spænsk pylsa hefði sennilega notið sín mun betur ein og sér, þar sem brauðið og meðlætið var ekki beinlínis til að undirstrika bragð hennar . Það okkar sem þekkir betur spænska tapas staði taldi að Spánverjar myndu fórn a höndum ef þeir f engju þennan rétt :). Matreiðslumenn Tapashússins fá hins vegar prik fyrir að gera tilraunir og frumlegheit með að aðlaga hefðbundna tapasrétti íslensku hráefni en á matseðlinum má meðal annars finna „tapas frá sjó“ og „tapas frá landi“ þar sem áherslan er lögð á íslenskt kjötmeti og fisk. R ækjukokte i ll með ólífum var fremur bragðdaufur og minnti ekki nægilega á Spán eða tapasmenningu. Serrano-skinka með melónubitum var borin fram á þunnri plastfilmu á stórum diskum, framsetningin var ekki eins skemmtileg á þessum rétti og flestum hinna og þjónninn vissi ekki hver tilgangur þessa plastundirlags væri.
Í aðalrétt var borið fram svínakjöt og lambakjöt , hvorutveggja ágætt. Í eftirrétt var bragðgóð hvít súkkulaðimús með hindberjum. Í heildina litið var veislan ágæt , staðurinn er nýlega opnaður þannig að eðlilega á eftir að slípa ýmislegt til bæði hvað varðar mat og eins staðinn sjálfan einkum efri hæðina. Réttirnir hefðu mátt vera bragðmeiri sumir hverjir. Tapas réttir með talsvert íslenskum blæ, munu sennilega vekja áhuga ferðamanna. Þjónustan var vinaleg og góð og rauðvín og hvítvín hússins passaði vel með matnum. Næst munum við eflaust prófa að velja einstaka smárétti af matseðli.