Matarskammtur 3-4
Tími 30 mínútur
Erfiðleikastig Auðveldur
Góð sósa sem að passar með öllu kjöti. Það tekur stuttan tíma að gera hana og innihaldið í ódýrari kanntinum.
Hráefni
- 200-250g íslenskt smjör.
- Heil askja af ferskum sveppum, skornir í smáa bita.
- 1 grænmetisteningur (heill).
- 1 piparostur skorinn í smáa bita.
- Heil ferna af matreiðslurjóma.
Matreiðsla
- Bræðið smjörið í potti við mjög lágan hita.
- Þegar smjörið er bráðið, setjið þá sveppina út í og látið malla aðeins þar til sveppirnir eru orðnir svolítið mjúkir. Setjið þá grænmetisteninginn út í og látið hann leysast upp. Hrærið vel.
- Núna er piparostinum bætt saman við og hann látinn bráðna í þessu öllu saman.
- Hræra verður í þessu allan tímann á meðan osturinn er að bráðna svo þetta brenni ekki við.
- Að lokum er rjómanum hellt út í smátt og smátt á meðan hrært er í.
Ath. Sjóða þetta við mjög lágan hita og hræra mest allan tímann í … Ef að sósan er mjög þunn þá er hægt að setja smá sósujafnara út í eftir því hversu þykka/þunna þú vilt hafa hana..
Facebook Comments