Duck and Rose sem opnaði í lok maí þar sem áður var Café Paris. Reynslumiklir menn eru þar við stjórnvölinn, m.a. Róbert eigandi Forréttabarsins og Eyþór Már frá Public House. Haninn kjúklingastaður sem fyrir er í Faxafeni og býður uppá góð verð, opnaði í lok maí, úti á Granda. Taj Mahal í Tryggvagötu (þar sem áður var American style sem lokaði), sem er eins og nafnið gefur til kynna indverskur staður. Austurlandahraðlestin opnaði nýtt útibú á Grensásvegi síðasta vor. Við höfum prófað mat á Taj Mahal sem var mjög gott virði fyrir peninginn. Myndin með færslunni er frá salnum þar.
Verið Mathús opnaði í byrjun árs þar sem áður var Bergsson Grandi úti á Granda.
Yuzu, hamborgarastaður opnaði á árinu, á Hverfisgötu sem er innblásinn af austurlenskri matargerð. Punk opnaði á Hverfisgötu þar sem til fremur skamms tíma var mexikóskur staður.
Staðir sem opnuðu á síðasta ári:
Brauðkaup – bakarí á Kársnesinu, opnað einnig sem kaffihús-veitingastaðurundir lok árs 2019. Síðasta haust opnaði Lóa Bistro & Bar á horni Laugavegar og Snorrabrautar við hlið nýs og glæsilegs Centerhotels. Staðurinn er bjartur og rúmgóður. Dill opnaði í vetur aftur á Laugavegi í húsnæði þar sem áður var Nostra.
Staðir hættir:
Grillið á Hótel Sögu hefur lokað í núverandi mynd. Í fyrra LOKUÐU bæði Dill og Essensia á Hverfisgötu og Ostabúðin á Skólavörðustíg. Lækjarbrekka hefur lokað og óvíst er með enduropnun á staðnum, sem og Caruso harbour, Geirsgötu. Icelandic fish and chips í Tryggvagötu lokaði í lok síðasta árs
Hár launakostnaður, húsaleiga, fall Wow, slæmt tíðarfar síðasta sumar og í vetur auk Coronu veirunnar í vetur, er að hafa mikil áhrif á rekstrarhæfi staða. Sama má segja um meiri fjölgun veitingastaða en markaðurinn ber.
Á AKUREYRI opnaði opnaði Centrum bar og restaurant í göngugötunni í júlí í fyrra. Þar var áður Símstöðin. Grillhúsið opnaði í júní í gilinu, sem býður uppá hagstætt verð, þar sem áður var Goya Tapas bar.
Á Facebook síðu okkar skrifum við um heimsóknir á staði og myndir.