Fyrir alla þá sem geta ekki beðið eftir jóladeginum og vilja nú þegar fá snefil af jólastemningu er sennilega besta virðið fyrir peninginn á Café Paris þar sem sérlega vel úti látin jólaplatti með fjölbreyttum kræsingjum er borinn á borð. Meðal þeirra er þar að finna graflax, síld, hangikjöt, paté og kalkún ásamt meðlæti og úrvali af brauði (m.a. hefðbundnu laufabrauði) sem fara sérlega vel með. Þessi dýrð fæst fyrir aðeins tæpar 3.000 krónur en dugar í raun fyrir 2 – sem borða hóflega.
Við hjá veitingastadir.is kunnum að meta góðan jóla forsmekk og höfum snúið aftur og smakkað jólaplattana tvísvar; meðlæti að okkar mati er svolitið ábótavant og mætti hreinlega vera meira – sérstaklega eplasalatið – og minna kjöt fyrir vikið. Súrkálið sem borið er fram með kjötinu er þrátt fyrir nafnið mikið sykrað, sem gerir heildarmyndina dálitið væmna jafnvel fyrir íslenskan smekk – væri mun betra að láta ekta súrkálið fylgja með.
Þjónustan fannst okkur fremur hæg og slitrótt; eins vinalegir og þjónarnir á Paris eru mættu þeir þó vera mun sneggri til. Við komum ábendingum til þeirra varðandi betrumbætur og því var tekið mjög vel, sem sýnir ákveðna fagmennsku. Við mælum eindregið með jólamatnum á Café Paris og bendum á að 2 jólaplattar nægja alveg til að gleðja 3-4 manna fjölskyldu 🙂