Ísafold Restaurant er glæsilegur veitingastaður staðsettur á Þingholtsstræti 5 í hjarta borgarinnar. Matreiðslan á Ísafold er í hæsta gæðaflokki og lögð er áhersla á að nota eingöngu allra besta hráefni sem fyrirfinnst og eru því birgjarnir sérvaldir með velferð dýra og náttúru að leiðarljósi. Á Ísafold er lögð áhersla á norræna matargerð með fagmennsku í fyrirrúmi og andrúmsloftið er einstaklega vinalegt og afslappað. Þar er gott úrval kokteila, viskí, vína og annarra drykkja og er Happy hour á barnum alla daga milli kl. 17:00 og 19:00. Úlfur Uggason yfirmatreiðslumeistari leiðir kokkalið Ísafoldar en hann hefur yfirgripsmikla reynslu sem matreiðslumeistari á betri veitingastöðum borgarinnar sem og á einstaklega flottum veitingastöðum á erlendri grundu. Þemað í innanhússhönnun Ísafoldar er líkt og nafn veitingastaðarins ber með sér íslensk náttúra með samspili vatns, viðar og hrauns. Ísafold er með sæti fyrir 50 manns ásamt góðu úrvali af hópmatseðlum sem og smáréttaseðlum og er því tilvalið fyrir hópa, smærri og stærri. Ísafold leggur sig fram við að bjóða upp á sælkeramat og úrvalsþjónustu í notalegu andrúmslofti. Opnunartími er frá 11:30 til miðnættis alla daga vikunnar.