Kaffivagninn

Visited 1336 times, 1 Visits today

Grandagarður 10, 107 Reykjavík

http://www.kaffivagninn.is

551 5932

View Location in Map

Kaffivagninn var stofnaður árið 1935 af Bjarna Kristjánssyni og stóð þá á Ellingsenplaninu sem er á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu, á þessum tíma var Kaffivagninn vörubíll með yfirbyggðum palli. Fram yfir stríðsárin var Kaffivagninn í eigu Bjarna sem rak hann allan tímann.

Skömmu eftir 1960 var Kaffivagninn stækkaður og Guðrún eignaðist meðeiganda, hana Ástu Thorarensen. Upp frá því fóru fleiri en sjómenn og hafnarverkamenn að koma í Kaffivagninn, til dæmis háskólastúdentar, leigubílstjórar og vörubílstjórar.

Hús Kaffivagnsins hefur verið í núverandi mynd frá því 1975 en Guðrún og Ásta seldu Kaffivagninn til Stefáns Kristjánssonar árið 1982. Stefán rak vagninn ásamt fjölskyldu sinni til 1. október 2013 þegar Kaffivagninn var seldur núverandi eigendum þeim Guðmundi Viðarssyni og Mjöll Daníelsdóttur. Það má samt segja að Kaffivagninn sé enn innan fjölskyldunnar því Stefán er móðurbróðir Mjallar.

Með nýjum eigendum hefur 21. öldin rutt sér til rúms inn á elsta starfandi veitingastað Reykjavíkur en Kaffivagninn er nú í fyrsta sinn kominn með vínveitingaleyfi og er farinn að bjóða upp á kaffidrykki og te í miklu úrvali frá fyrirtækinu Te & kaffi.

Facebook Comments

< 1.500 kr, 1.500 kr - 3.000 kr,

Related Listings

Add a Review

Your Rating for this listing:

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.