JÚLÍ – ÁGÚST Fréttir – tilboð, m.a. Matarkjallarinn, Sjávargrillið og hádegi

Image

Helstu Júlí fréttir og Tilboð: – Ath. nær allt gildir líka í Ágúst og staðir skráðir á síðuna okkar hafa gert Covid ráðstafanir svo sem 2m metra fjarlægð.
Þess má geta að það eru um 24 staðir skráðir á síðuna okkar á Akureyri og næsta nágrenni – sjá lista HÉR:

– Fordrykkur fylgir á Matarkjallaranum með hverri innleystri ferðagjöf.
Matarkjallarinn er einnig með flotta sælkeraveislu í júlí 4 rétta seðill á 6,990 fullt verð er 9,990.
Sjávargrillið býður veglegann þriggja rétta Sumarseðil ásamt fordrykk á aðeins kr. 5.990. Val er á milli tveggja for- og aðalrétta.
Steikhúsið, Tryggvagötu, þriggja rétta tilboð á aðeins kr. 5.500. Val er í aðalrétt um lamb, naut eða fisk.
Flugfélagið Ernir, samstarfsaðili okkar sbr. banner á forsíðu er með 50% afslátt til áfangastaða sinna sem eru sex talsins!.
Forréttabarinn opnaði þann 21. júlí eftir gagngerar endurbætur 🙂

Múlaberg á Akureyri, nýir aðilar hafa tekið við rekstri veitingastaðarins fjölbreyttar áherslur á matseðli nautakjöt, lamb, hamborgarar, fiskur og fleira. Líka vert að minna á góðan og vinsælan happy hour hjá þeim þar sem verð á stórum bjór er aðeins kr. 600 – sjá frétt um Akureyri á Facebook.

Þess má geta að það eru um 24 staðir skráðir á síðuna okkar á Akureyri og næsta nágrenni – sjá lista HÉR:

Á FACEBOOK SÍÐU OKKAR  erum við með fréttir og umfjallanir um ferðir út á land meðal annars nýlega á Akureyri og Norðurlandi, einnig fyrr í júlí á Suðurlandi og fleira.

Sjá einnig frétt um Tilboð í hádeginu en þá er oft hægt að gera mjög “góð kaup”.
Matarkjallarinn og Sjávargrillið eru t.d. báðir opnir í hádeginu meðal annars með öndvegis fisk dagsins.