Apótek Restaurant

Heimsótt 3379 sinnum, 13 Heimsóknir í dag

Austurstræti 16, 101 Reykjavík

http://apotekrestaurant.is

551 0011

Mán. - fim. 11:30-23. Fös. og lau. 11:30-00. Sun. 17-23:30

Staðsetning á korti

Apotek Restaurant er spennandi veitingahús staðsett á einu fallegasta horni Reykjavíkur í Austurstræti 16. Veitingahúsið er “casual/smart” staður þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi. Matseðillinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli. Fjöldi smárétta er á matseðlinum sem mælt er sérstaklega með að gestir smakki og njóti saman. Á Apotek restaurant er lifandi kokteilbar þar sem verðlaunaðir „apótekarar“ hrista saman spennandi kokteila – við allra hæfi – örvandi, róandi og jafnvel verkjastillandi.

Hönnun veitingastaðarins var í höndum Leifs Welding & Brynhildar Guðlaugsdóttur. Útgangspunkturinn var að halda heiðri hússins á lofti og gera byggingunni og sögu hennar hátt undir höfði. En á sama tíma að skapa nútímalegt, skemmtilegt og afslappað andrúmsloft. Langstærstur hluti húsgagna og innréttinga voru einnig hannaðir af tvíeykinu og smíðaðir á Íslandi.

Matreiðslumeistararnir Carlos Gimenez og Theódór Dreki Árnason ráða ríkjum í eldhúsi Apotek restaurant ásamt öflugu liði fagmanna.

Kíktu við í skemmtilegasta Apotek bæjarins.

Facebook Comments

2

30 - 100

Fleiri staðir

Bæta við áliti

Your Rating for this listing:

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

2 Álit

  1. HKJ
    19/03/2013 at 16:55 Svara

    Vorum fjögur saman og völdum fjögurra rétta matseðillinn hjá þeim. Réttirnir voru hver öðrum betri. Risarækjan var fersk og góð. Andastrimlarnir voru kannski sístir, en það er samt ekki áfellisdómur um þá því þeir voru ljúffengir. Þeir kunna svo sannarlega að meðhöndla kjöt. Krónhjörturinn bráðnaði í munni. Nánast trúarleg upplifun! Eftirrétturinn var líka guðdómlegur. Vínið var sérvalið og var punkturinn yfir i-ið. Mæli hiklaust með staðnum og hlakka til að koma aftur. HKJ

  2. Áslaug Kolbrún Jónsdóttir
    17/01/2015 at 21:04 Svara

    Frábær matur og þjónusta löbbuðum út með sælusvip hefur bara einu sinni gerst á Íslandi áður bravó fyrir ykkur