Fjalakötturinn

Aðalstræti 16, 101 Reykjavík

http://www.hotelcentrum.is/um-okkur/fjalakotturinn

514 6000

Sun. - fim. kl. 18-22. Fös. og lau. kl. 18-23.

View Location in Map

Fjalakötturinn er staðsettur í nýbyggðu húsi við Aðalstræti sem byggt var að fyrirmynd Fjalakattarhússins sögufræga.

Á Fjalakettinum er lögð áhersla á franska matargerð þar sem m.a. er notað franskt og íslenskt hráefni. Fagmennskan er í fyrirrúmi og er mikið úrval af fröskum vínum.

Gestir upplifa alvöru franskættaðar gastró stemmingu sem er fullkomnuð með flottri þjónustu og frönskum matseðli.

Nei

3.000 kr - 4.500 kr, > 4.500 kr,

3

10 - 60

Nei

Related Listings

Add a Review

Rate this by clicking a star below:

 

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

9 Reviews

 1. Lovísa Alfreðsdóttir
  20/07/2007 at 11:28 Reply

  Fór úr vinnunni og prófaði hlaðborðið í háteiginu. Leit mjög skemmtilega út og bragðaðist mjög vel og mjög ódýrt svona í kreppunni 🙂 rétt undir 1500 krónum 1470 ef ég man rétt.
  Mæli með þessum.

 2. Auður Sigurðardóttir
  10/10/2008 at 11:26 Reply

  Mjög notalegur staður. Fór út að borða með manninum mínum um helgina og vorum við mjög ánægð með kvöldið. Við fengum okkur bæði humar í forrétt sem var vel heppnaður, ég fékk mér síðan ljúffenga nautasteik og hann fékk sér hreindýr. Ekki spillti nú eftirrétturinn fyrir, við fengum okkur eftirrétt sem kallast “Súkkulaði á sex vegu” og vorum við sammála um að þetta væri einn af bestu eftirréttum sem við hefðum smakkað. Þjónninn sagði okkur að þetta væri nýr matseðill og ætlum við pottþétt að fara aftur á Fjalaköttinn og prófa eitthvað fleira við tækifæri.

 3. Brynjar
  10/09/2009 at 11:27 Reply

  Einstaklega góður matur, skemmtilega borinn fram, sérstakur og skemmtilegur borðbúnaður og góð þjónusta.

 4. Gunnhildur
  20/09/2009 at 11:27 Reply

  Veitingastaðurinn kósý með notalegri dinner tónlist, forréttir og aðalréttir einstaklega fallega fram bornir og bragðaðist allt mjög vel. Hótelbarinn með rólegu yfirbragði og góð þjónusta.

 5. Katrín Jónsdóttir
  12/10/2010 at 11:28 Reply

  Takk fyrir mig á föstudag, við hjónin áttum yndislegt kvöld á Fjallarkettinum. Maturinn frábær, skemmtilega framborin, öll umgjörn góð. Þjónustan til fyrirmyndar.

  Einkunn: 10

  Takk fyrir mig!

 6. Ágúst Ólafsson
  20/03/2011 at 11:29 Reply

  Góða reynslu af þeim stað, ekki síst fyrir hádegishlaðborðið, góður staður til að taka hádegisverð og fund.

 7. Sigríður þÓrarinsdóttir
  20/08/2011 at 11:25 Reply

  Ekkert út á þjónustuna að setja. Bý erlendis og hlakkaði til að fara út að borða á Íslandi og fá góðan fiskrétt. Pantaði rauðsprettu og það vantaði ekki magnið; heill fiskur. Því miður var hann vatnsósa, bragðlaus og svampkenndur. Hreint og beint óætur. Við vorum þrjár sem pöntuðum sama réttinn og fleiri smökkuðu og allir sammála um að þetta líktist alls ekki sæmilega matreiddri rauðsprettu. Þar með létum við vita þegar þjónninn spurði hvernig smakkaðist. Hann lét kvörtunina sem vind um eyru þjóta. Mun aldrei nokkurn tíma borða á þessum stað aftur.

 8. Jón Benediktsson
  02/10/2011 at 11:26 Reply

  Við hjónin höfum nokkrum sinnum borðað hérna og erum alltaf mjög ánægð. Þjónustan er góð. Nú síðast pantaði ég lúðuna sem var öldungis frábær og konan fór í silunginn og þóttii hann mjög góður og vel framborinn. Maturinn alltaf verið góður sem við höfum fengi’ð. Mæli mjög með staðnum

 9. Sævar og Ásta
  14/10/2012 at 11:27 Reply

  Ákvað að fara út að borða með kærustunni og fengum við nettan valkvíða hvaða stað við ættum að velja. Vinur minn mældi með Fjalakettinum og sagði mér að panta einhverskonar dádýra carbaggio (held að það sé skrifað svona) og síðan skötusel í aðalrétt. Við slóum til og pöntuðum bæði það sem félagi minn mældi með takk Tryggvi minn því við bæði sátum og grétum yfir diskunum ekki af sorg heldur gleði ;D Þetta var algjör snild en það sem kórónaði kvöldið var eftirrétturinn einhverskonar heimalagað súkkulaði borið fram í litlum skálum. Ég ætla aftur þanngað við fyrsta tækifæri 🙂