Fiskfélagið

Heimsótt 4581 sinnum, 4 Heimsóknir í dag

Vesturgata 2a, Grófartorg, 101 Reykjavík

http://www.fiskfelagid.is

552 5300

Mán. - Fös. 11:30-14:30, 17:30-23:30. Lau. 12-15 (sumar) og Lau - Sun. 17:30-23:30.

Staðsetning á korti

Það er ekki nóg með að matseðillinn sé ævintýri sem ber þig umhverfis hnöttinn, heldur er umgjörð staðarins og samsetning hreinræktað ævintýri. Zimsen-húsið var byggt 1884 og tvöfaldað að stærð 1889 á lóð númer 21 við Hafnarstræti. 2006 var Zimsen húsið tekið af grunni sínum og flutt út á Granda þar sem það var gert upp af alúð og natni eins og sjá má.

Við undirbúning Grófartorgs fannst gamli hafnarbakkinn frá 1850 sem nú hefur verið endurgerður sem listaverkið „Flóð og fjara“ af Hjörleifi Stefánssyni og Minjavernd og gefur útisvæðinu einstakt yfirbragð. Þar hækkar og lækkar í líkt og við nýju höfnina. Þegar þessi góði grunnur hafði verið lagður var svo tími til komin að sækja húsið út á granda og tilla því eins og kórónu ofan á nýformað Grófartorg.

Fiskfélagið tekur brosandi á móti þér og leiðir þig í gegnum heimshornaflakk bragðlaukanna sem byrjar líkt og í bestu ævintýrum undir brú.

Facebook Comments

2

30 - 118

Nei

Fleiri staðir

Bæta við áliti

Your Rating for this listing:

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

3 Álit

  1. Haukur
    06/11/2008 at 11:15 f.h. Svara

    Hef tvisvar étið þarna, og var það afbragð. Hins vegar er verðskilgreiningin orðin nokkuð döpur. Aðeins 1 af 9 aðalréttum var undir 4 þús kr.

  2. Hákon Þór
    20/08/2012 at 11:15 f.h. Svara

    Kom í hádeginu og fékk mér 14 bita sushi platta. Umhverfi og borð notalegt, fín framsetning tauservíetta og flottur diskur. Vel framsett og góð blanda. Bragðaðist ljómandi vel og smá grænmeti sem var með gaf gott bragð og tón. Verð var mjög gott fyrir þessi gæði eða undir kr. 2000. Eina ábendingin væri að etv. mætti smá brauð fylgja með þessum plöttum.

  3. Jónína S.
    20/05/2015 at 11:15 f.h. Svara

    búin að fara 3x alltaf flott, erum alltaf búin að fara í chef´s choise, eða heimsreisuna, alltaf gott en leiðinlegt að borða. maður finnst eins og maður fái ekki allt eins og það var ætlað vegna þetta er share. þá af einum disk, fyrst maður fær alltaf nýja matardiska afhverju afgreiðið þið ekki matinn hvern per mann. það er skemmtilegra og gerir matarupplifunina persónulegri. eins og Orange var með. þá er maður með allar sósunar og og litlu brögðin sem eiga að vera saman.
    og líka drykkinir eru æði frá barnum en vínið er alltof dýrt, verðlagið er alltof hátt miðað við innkaupaverð.