Fréttir, tilboð og umsagnir

Nýir veitingastaðir í Reykjavík og Akureyri og fréttir af stöðum

Nýir veitingastaðir í Reykjavík og Akureyri og fréttir af stöðum

Reykjavík
Marshallveitingastaður opnaði nýverið í samnefndu húsi að Grandavegi 20 úti á Granda. Áherslan er sótt til Miðjarða- hafsins í matreiðslunni hjá meistaranum og eigandanum Leifi Kolbeinssyni. Þá opnar í lok maí á jarðhæð ION hótelsins að Laugavegi 20, veitingastaðurinn Sumac. Sá staður er í norður afrískum anda og þar eru landsliðskokkar í forsvari. Skyndibitastaðurinn Subu opnaði í byrjun apríl við Katrínartún 2 á Höfðatorgi – turninum og býður upp á svokallaða blöndu af sushi og burritos og er fyrsti slíki staðurinn á Íslandi.  Fljótt og Gott á BSÍ í Vatnsmýrinni hefur breytt nafn staðarins í Mýrin Mathús.  Staðurinn hefur gengist undir gagngerar endurbætur og nú verður lögð enn meiri áhersla á veitingasalinn og kaffihúsið.  Veitingastaður Texasborgarar á Granda, lokaði 1. maí. Í lok síðasta árs opn­aði veit­inga­húsið Matwerk á Lauga­vegi 96, sem hefur fengið góðar viðtökur.  Veislusalirnir á Lækjarbrekku hafa verið teknir í gegn og Kornhlaðan stækkuð og salirnir eru núna hinir glæsilegustu. Eins og áður hefur komið fram tóku fyrrum rekstraraðilar Perlunnar við staðnum.

Akureyri – nokkrir nýir staðir
Salatsjoppaner nýr skyndibitastaður við Tryggvabraut 22 á Akureyri sem opnaði nýlega.  Þar er salat í aðalhlutverki eins og nafnið bendir til og í boði er mikið úrval af salötum með kjúklingi, beikoni, túnfiski o.fl.  Þá hefur nýr sushistaður opnað sem heitir Sushi corner á Kaupvangsstræti 1, við hliðina á Subway. Þá opnaði á síðasta ári veitingastaðurinn Nanna Seafood á annari hæð í menningarhúsinu Hofi, sá er í eigu sömu aðila og eru með 1862, sem er á fyrstu hæð. Loks opnar  Lemon í júní á Glerárgötu 32, fyrir er staðurinn á nokkrum stöðum í Reykjavík. Á facebook síðu okkar sérðu myndir frá nokkrum þessara staða og  myndband og umsögn vegna góðrar heimsóknar á Sushi Corner, einnig segjum við frá ágætri þjónustu á nokkrum stöðum í bænum. Þá er þar að finna myndband frá veitingastaða heimsókn á Hvalbak, Húsavík.

Ferðalög og veitingastaðir sumar, haust og vetur – fjöldi umsagna á Facebook

Ferðalög og veitingastaðir sumar, haust og vetur – fjöldi umsagna á Facebook

Við erum alltaf eitthvað á ferðinni mest á sumrin en einnig á öðrum árstímum og skrifum um veitingastaði og ferðalög og tökum myndir og myndbönd.  Þú getur séð úttektir og meðmæli um marga staði á facebook og  á vefsíðu, endilega að skoða það til að fá hugmyndir, þegar þú ert á ferðinni :).
Næsta ferð og skrif eru frá sumardeginum fyrsta þegar leiðin liggur norður á Akureyri og svo austur á firði. Þar munum við segja frá einhverjum stöðum og nýjungum! – fylgstu endilega með.

Þú getur einnig séð fjölda myndbanda, mynda og fróðleik á Facebook ferðasíðu okkar Visitorsguidetravel frá ferð um Suður Ameríku :) sjá https://www.facebook.com/visitorsguidetravel/

Margir áhugaverðir staðir á Reykjanesinu

Margir áhugaverðir staðir á Reykjanesinu

Reykjanes er áhugaverður staður að heimsækja og aðeins um 40 mín akstur frá höfuðborginni.  Hvort sem skoðað er hið hrikalega jarðhitalandslag eða til að heimsækja brúna milliheimsálfa, Bláa Lónið eða Víkingasafnið.  Við hjá veitingastadir.is fórum í ferð út á Reykjanesið eigi alls fyrir löngu til að dreifa, hitta viðskiptavini og skrifa um staði.  Það er fjölbreytt úrval af veitingastöðum á svæðinu sem hægt er að mæla með.
Hér má nefna staðina Kaffi Duus og Olsen Olsen í Reykjanesbæ. Einnig Salthúsið í Grindavík og Vitann í Sandgerði sem er með góða skráningu á vefsíðu okkar og býður meðal annars uppá krabbaveislu, þá er líka góð og heimilisleg sundlaug í bænum.