Barónstíg 11a, 101 Reykjavík

Sun. - fim. 18-24. Fös. og lau. 17:30-01. Eldhúsið lokar 1½ tíma fyrir lokun.

Upplýsingar

Nei

> 4.500 kr,

1

10 - 20

Nei

Um staðinn

Argentína hefur skapað sér sess fyrir safaríkar kolagrillaðar lamba- og nautasteikur, ásamt grilluðum fiskréttum.

Argentína steikhús býður þig innilega velkominn í hlýleg húsakynni okkar að Barónsstíg 11 A í hjarta Reykjavíkur. Það er einlæg ósk okkar að þú njótir þeirra fjölbreyttu veitinga sem við höfum á boðstólum.

Argentínumenn hafa langa hefð í glóðarsteikingu enda er hvergi í veröldinni glóðað af meiri elju en einmitt þar. Allir kjöt- og fiskréttir Argentínu steikhúss eru glóðasteikir yfir viðarkolum á argentínska vísu og af því er nafn steikhússins dregið. Metnaður er lagður í að nota aðeins besta fáanlega hráefnið og einstök matreiðslan nær fram ilmi viðarkolanna í hvern munnbita. Stór og glæsileg koníaksstofa er á staðnum. Á Argentínu er hægt að fá eitt mesta úrval landsins af handvöfðum vindlum frá Davidoff og Kúbu.

Á Argentínu steikhúsi leggjum við höfuðþungann á að veita persónulega og þægilega þjónustu. Við hlökkum til að þjóna þér til borðs og bjóða þér að njóta þeirra veitinga sem hafa borið hróður okkar svo víða.

Hin ævaforna eldunaraðferð

Bæta við áliti

Bæta við áliti

www.Veitingastadir.is áskilur sér rétt til að fjarlægja álit sem ekki þykja við hæfi og innihalda nafnleysi, dónalegt orðbragð o.s.frv.:

 
6 Álit
 • -
  11/02/2012 at 16:57 Svara

  frábær staður fékk mér lambalundir mmm æði aldrei fengið svona gott, og frábær þjónusta . takk fyrir okkur. komum fljótt aftur

 • HKJ
  19/03/2012 at 16:55 Svara

  Vorum fjögur saman og völdum fjögurra rétta matseðillinn hjá þeim. Réttirnir voru hver öðrum betri. Risarækjan var fersk og góð. Andastrimlarnir voru kannski sístir, en það er samt ekki áfellisdómur um þá því þeir voru ljúffengir. Þeir kunna svo sannarlega að meðhöndla kjöt. Krónhjörturinn bráðnaði í munni. Nánast trúarleg upplifun! Eftirrétturinn var líka guðdómlegur. Vínið var sérvalið og var punkturinn yfir i-ið. Mæli hiklaust með staðnum og hlakka til að koma aftur. HKJ

 • Jónína S.
  19/05/2012 at 16:56 Svara

  alltaf klassík, en hypið er aðeins of mikið miðað við hvað þið erum með. Mér finnst þjónustan vera hraka með árunum, já er búin að vera reglulegur gestur í cirka 5 ár, alltaf vera að drífa sig að henda í mann reikningnum en ekki drykkjum, og meðferðin á kjötinu er að drabbast, kemur annað hvort of mikið eða undir eldað, fyrir suma, ég vil hafa það frekar undir eldað svo lengi sem það er heitt. vonandi pikkið þið ykkur upp áður en þetta heldur áfram að versna.

 • -Sigrún
  19/05/2012 at 16:57 Svara

  Fórum á jólahlaðborðið og eftir miklar eftirvæntingar að þá stóð staðurinn því miður ekki undir þeim. Þvert á móti var maturinn bragðlaus allt frá forréttum til eftirrétta. Þema kvöldsins var vonbrigði og bragðleysi.
  Þjónustunni hefur líka hrakað mjög.

 • DÞG
  04/03/2015 at 13:28 Svara

  Fínt að borða, hef farið oft. En þjónusta er ekki jafn góð og átti að vera í fyrstu. Of mikið verið að pressa á mann að borga í staðin að bjóða manni uppá eithvað meira. Þjónustan fær 0 en matur er 8

 • noname
  19/05/2015 at 16:56 Svara

  Ég hef aldrei á ævinni fengið jafn góða nautasteik en á Argentínu í kvöld, og margar hef ég nú lagt mér til munns! Þjónanir voru einstaklega kurteisir og sáu til þess að okkur vanhagaði aldrei neitt. Takk kærlega fyrir okkur!

Nei

> 4.500 kr

1

10 - 20

Nei

Listing Owner

gunnar@netid.is

Listing Owner

Fjöldi skráninga: 336